Var með sjaldgæfan sjúkdóm: Pissaði alkóhóli

Ertu að verða full drukkinn eftir nokkra bjóra? Kannski þjáist þú af mjög sjaldgæfu tilfelli sem kallast „sjálfvirkt brugghússheilkenni“.

Tilfellið þýðir, eins og nafnið gefur til kynna, að þú ert með lítið brugghús í líkamanum þar sem gersveppir framleiða áfengi af sykri sem þú borðar.

Það gerðist fyrir 61 ára konu í Bandaríkjunum sem hefur orðið til þess að bandarískir vísindamenn uppgötvuðu alveg nýtt og sjaldgæft tilfelli í þessa veru.

Tilfellið hefur áður fundist í þörmum þar sem blanda af ákveðnum gersveppum og sykraðri  fæðu hefur hrundið af stað bruggunarferlinu.

En þetta er í fyrsta skipti sem mál er skráð þar sem ferlið fer fram í þvagblöðru.

Sjúklingur þurfti að verjast ásökunum um að hún væri alkóhólisti en hún hreinlega pissaði alkóhóli.

Bandarísku læknarnir komust að þessu þegar konan var í meðhöndlun vegna þess að hún átti að fá nýja lifur. 

Konan var með bæði sykursýki og skorpulifur.

Getur gerst fyrir fólk með sykursýki

Fólk með sykursýki er með sykur í þvagi.

Allt fólk hefur gersvepp sem hluta af náttúrulegri örveru eða bakteríuflóru.

Og í lokuðu umhverfi eins og þvagblöðru okkar, þar sem ekkert súrefni er, geta sykur og gersveppir kallað fram áfengisframleiðslu svipaða og finnast í brugghúsi.

Það skýrir einnig af hverju nokkrir sykursjúkir sjúklingar í eldri rannsóknum hafa reynst hafa aðeins meira áfengi í blóði sínu en aðrir.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR