Valdaránstilraun í Venesúela – Hvað gerðist í raun?

Fréttaskýring.  Í sigurræðu í sjónvarpi á mánudag hrósaði Nicolas Maduro forseti Venesúela sigri og því að tveir bandarískir ríkisborgarar – auk meira en 100 „málaliðasveit hryðjuverkamanna“ – höfðu verið handteknir eftir árangurslaust samsæri um að drepa hann í Caracas degi áður.

Á meðan lýsti Trump forseti yfir að Bandaríkjastjórn hefði ekkert að gera með misheppnuðu aðgerðina, veifaði Maduro – sem bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur heitið 15 milljóna fundarlaun ef til hans næst síðan í mars –  tveimur bandarískum vegabréfum meðan á sjónvarpsútsendingunni stóð. Sýndar voru einnig myndir af meintum árásarmönnum sem sjást koma siglandi inn á fiskibátum og Maduro fullyrti að stjórn Trump hefði „tekið fullan og fullkominn þátt í þessari sneypuför.“

Bandaríkjamennirnir tveir voru auðkenndir sem Luke Denman og Airan Berry, báðir fyrrum bandarískir sérsveitarmenn innan sérsveita Grænhúfa (Green Berets). Annar fyrrum sérsveitamaður, Jordan Goudreau, sem býr í Flórída, segir þó að hann hafi skipulagt árangurslausu árásina frá Kólumbíu.

Goudreau lýsti því yfir í viðtölum á sunnudag að hann gengdi herþjónustu í Írak og Afganistan, með Denman og Berry, áður en hann réði þá til að hjálpa sér við að ræna Maduro í aðgerð sem þeir kölluðu „Operation Gideon“  eða Gideon aðgerðin.

Bandaríski herinn staðfesti á mánudag að Bandaríkjamenn þrír væru fyrrverandi sérsveitarmenn. Goudreau var sendur tvisvar til Íraks og tvisvar til Afganistan á árunum 2006 til 2014; Berry  var sendi þrisvar til Íraks milli áranna 2003 og 2007; og Denman var sendu til Íraks árið 2010.

Þrátt fyrir að Bandaríkin og fleiri en 100 önnur lönd viðurkenni ekki lengur Maduro sem lögmætan forseta Venesúela – og varpað í staðinn stuðningi sínum á bakvið stjórnarandstæðinginn Juan Giuado – hefur Maduro haldið stöðu sinni við stjórnvölinn í höfuðborginni Caracas. Hann hefur yfirumsjón með sósíalískri stjórn og stjórnar öryggissveitunum beint, á meðan þjóðin lifir í efnhagslegri neyð.

Goudreau, sem talinn er vera í Kólumbíu, stofnaði einkarekið öryggisfyrirtæki sem heitir Silvercorp USA árið 2018 og kvaðst ætla að steypa Maduro af stóli fyrir nokkrum mánuðum síðan.  Goudreau, sem hefur þrisvar sinnum fengið heiðsmerkið Bronze Star, sagði við fréttamenn í Miami að hann hafi upphaflega skrifað undir samning við stjórnarandstæðuleiðtogann Guaido og tvo pólitíska ráðgjafa í október fyrir 213 milljónir dala.

Hann sagði að þótt leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sem er studdur af Bandaríkjastjórn, hafi aldrei borgað sér, hafi hann haldið áfram með aðgerðina, en í henni voru bandarísku hermennirnir tveir og um 60 íbúar landsins.

Guaido hefur síðan neitað allri þátttöku.

Ephraim Mattos er framkvæmdastjóri hjálpasamtaka í Venesúela og Kólumbíu, en þau eru ekki tengd misheppnuðu aðgerðinni á  sunnudagsins. Hann sagði að nokkrir óánægðir menn í Venesúela, sem hlut eiga að máli, hefðu verið tálbeiddir undir fölskum forsendum og var sagt að Goudreau væri „lífvörður Trumps, sérstakur hernaðarráðgjafi Delta Force og CIA fulltrúi.“ Það var þetta „falska traust“ sem hann skapaði sem fékk  Venesúelanna til að taka þátt“, sagði Mattos.

,,Svo virðist sem Guaido hafi þvegið hendur sínar af samsærinu fyrir mörgum mánuðum í þágu þess að leyfa bandarískum refsiaðgerðum að hafa sinn gang. Og þó Goudreau hafi greinilega ekki haft stuðning Guaido, þá hélt hann áfram með samsærið,” hélt Mattos áfram.

Í ítarlegri rannsókn Associated Press, sem birt var á föstudag, kom einnig fram að Goudreau hefði unnið með hershöfðingja í Venesúela á eftirlaunum, Clíver Alcalá. Alcalá gaf sig fram við bandaríska embættismenn í lok mars eftir að hafa verið ákærður fyrir fíkniefnamisferli og að þjálfa tugi liðhlaupa úr öryggissveitum Venesúela, sem miðuðu að því að velta Maduro úr sessi.

Heimildarmaður í Venesúela, sem bað um nafnleynd vegna eigið öryggis, sagði Fox News að herlið Maduro hafi byrjað skyndilega að loka Caracas af fyrir meira en viku síðan og efla öryggiráðstafanir í kringum höfuðborgina og benti það til þess að stjórninni væri vel kunnugt um lokauppgjörið framundan.

„Eitt sem menn Maduro hafa náð meistaratökum á er upplýsingaöflun,“ sagði heimildarmaðurinn. ,,Margir halda að þetta hafi verið gildra, sem fylgismenn Maduro hafi skipulagt. Sumir efast um aðkomu Guiado, en hvað sem því líður, þá mun þetta meiða hann pólitískt og lama andstæðinginn.”

Heimildarmaðurinn lýsti einnig yfir áhyggjum af því að það muni „gefa Maduro afsökun til að framlengja lokun landsins fram í júní með tilvísun í þjóðaröryggihagsmuni.“

Heimildamaður inn bandarísku leyniþjónustunnar segir að margt bendir til að „kúreka“ árásin hafi verið misheppnuð frá byrjun, og líklega hafi flugumönnum verið komið fyrir innan ,,innrásarliðið“ fyrir mörgum vikum,  en stjórn Venesúela beðið rétta tækifæri til að ná áróðursigri. Það setti bandaríska ríkisstjórnina einnig í þann vanda að þurfa að bjóða tilslakanir til að losa bandaríska mennina tvo úr haldi.

Vefsetur Silvercorp, er sett upp líkt og vefsíða á samfélagsmiðlum, sýnir  karlmenn í herfatnaði og felulitum og myndband af vöðvastæltum Goudreau sem hleypur upp fjöll og hangir í lofti frá þyrlu.

„Við veitum stjórnvöldum og fyrirtækjum raunhæfar og tímabærar lausnir á óreglulegum vandamálum,“ segir á vefnum. „framúrskarandi starfsfólk okkar færir leitaðst við að byggja upp öruggari heim en um leið að standa við ströngustu kröfur um samræmi, gæði og heiðarleika.“

Helsta heimild: https://www.foxnews.com/world/behind-the-rogue-and-botched-attack-to-kidnap-venezuelas-maduro

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR