Valdaflækja á Íslandi eða djúpríki?

Rætt hefur verið að undanförnu um hlutverk þingmanna á löggjafarsamkundu Íslendinga, Alþingi og sitt sýnist hverjum um raunverulegt vald þeirra.

Hér er haldið fram að þriskipting valdsins á Íslandi hefur aldrei virkað til fullnustu né komið á de facto. Lengi vel var dómsvaldið og framkvæmdarvaldið í höndum sýslumanna og var það svo í árhundruð, eða þar til Evrópusambandið sló á putta Íslendinga á seinni hluta 20. aldar.  Þá neyddust Íslendingar að taka dómsvaldið af sýslumönnum og þó fyrr hefði mátt vera.

Í dag er það svo að stjórn framkvæmdarvaldsins – ríkisstjórn Íslands – situr á löggjafarþingi Íslendinga og útungar lög eftir eigin geðþótta.  Það er því ljóst að þrískipting valds á Íslandi hefur aldrei virkað eða verið til. 

John Lock, sem var enskur stjórnmálaheimspekingur, setti fram á 18. öld  kenninguna um þrískiptingu valdsins í: framkvæmdarvald, dómsvald og löggjafarvald. Öll vestræn lýðræðisríki hafa tekið upp einhvers konar form af þessari skipan. Frábær hugmynd sem hefur ekki enn komið til framkvæmda á Íslandi. Hins vegar má ætla að þvi að bæta við svokallað fjórða vald sem myndi þjóna eins konar eftirlitshlutverki með hinum þremum valdaörmunum, væri vandinn leystur að nokkru leyti. Það er t.d. ótækt að dómsvaldið eða framkvæmdarvaldið séu að feta fingur í störf hvers annars og að ríkisstjórnin sitji á Alþingi og hafi löggjafarvaldið í heljargreipum sínum.

Það er kominn vísir að þessu nýja valdi, sem kallast umboðsmaður Alþingis en það er bara ekki nóg. Hann verður að geta slegið á fingur alla valdaþættina með reglustiku – verið með raunverulegu boðsvaldi. Einnig á fjórða valdið, þá ef til vill með hjálp forseta landsins, að geta sent lög í þjóðaratkvæði og látið þjóðina ráða í veigamiklum málum.  Tæknilega séð er næsta auðvelt að kjósa um ný lög og er hægt að styðjast við sömu tækni og bankar landsins, sem beita ýtrustu öryggiskröfum til að vernda peninga skjólstæðinga sinna.

Flestir eru sammála um að Landsdómur er t.d. fæddur andvana og í raun stjórnað af framkvæmdarvaldinu eins og er. Varanleg og þar með raunveruleg völd, það er málið.  Einnig verðum að koma framkvæmdarvaldinu / ríkisstjórninni út úr sölum Alþingis. 

Þetta er rétt sem einstakir þingmenn er að segja, að þeir hafa í raun engin raunveruleg völd og ráðherrarnir og síðan en ekki síst, ráðuneytisstjórarnir ráða löggjöfinni. Ráðuneytisstjórnar hafa ekkert umboð frá þjóðinni til að setja ný lög. Þeir mega vera umsagnaraðilar, en eiga ekki að stinga niður penna til að skrifa ný lög. Þetta er ótækt.  Það má að ósekju fækka þingmenn niður í 43 við núverandi aðstæður en þeir mega vera 63 ef þeir taka alfarið við löggjafarvaldinu úr höndum framkvæmdarvaldsins. Hvenær kemst á raunverulegt lýðræði á Íslandi?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR