Tvískilningur í íslenskri fjölmiðlun

Það er eins og fjölmiðlar, sumir hverjir, taka ástfóstur við ákveðin málefni og setji þau í forgang.  Oft eru þetta mál sem varða einstaklinga en ekki heildarhagsmuni.  Það er ákveðið jafnvægi að birta fréttir sem varða almannahagsmuni eða einstaklinga og hvort fréttaefni’ eigi að vera í forgrunni.  Með öðrum orðum, það á sér ákveðið val á hverjum degi hjá ritstjórnum landsins, hvað eigi að vera í fréttatímum dagsins eða fréttaútsendingum.

Oft ræðst efnisvalið af persónulegum áhugamálum viðkomandi ritstjórnar og/eða blaða- og fréttamanna. Ekki er eins augljóst hlutdrægnin á bakvið efnistökin og þarf að rýna í hvað er sagt og hvað ekki. Er getið báðar hliðar málsins? Fær sá ákærði að svara fyrir sig? Getur hann svarað fyrir sig?

Þessi spurning kom upp, þegar horft var á fréttaþátt Stöðvar tvö í vikunni.  Fyrsta frétt, sem tók margar mínútur í flutningi, var um hælisleitendur frá Íran með ungan son sem segist vera transdrengur. Farið var ýtarlega í málið og hversu illa viðkomandi einstaklingar voru meðhöndlaðir af kerfinu. Röð frétta um efnið kom á undan og þar til íslensk yfirvöld beygðu af og gáfu eftir. Umdeilt mál sem ekki er ætlunin að beina sérstaklega athygli að, heldur hvað skiptir máli fyrir íslenskt samfélag.

Svo fékk frétt um allsherjar verkfall Eflingar að fylgja með í kjölfarið, en ótvírætt að málið varðar allsherjar hagsmuni almennings, þar sem gangverk þjóðfélagið gæti stöðvast vegna þess.

Undir lok fréttatímans, kom frétt um fatlaðan dreng á Vestfjörðum, sem kerfið virðist hafa farið illa með.

Þetta er forgangsröðun fréttamanna á Stöð tvö, lítilsmagnið í landinu mætir afgangi og má í raun þakka fyrir að fjallað er yfir höfuð um það.   Það eru þúsundir slíkra sagna til, um fólkið í landinu, sem á ekki til hnífs og skeiðar, við þekkjum þessa hópa: Öryrkjar, aldraðir, einstæðir foreldrar o.s.frv.   Umfjöllun meginstraumsfjölmiðla um slíka hópa er í skötulíki. Við sjáum forgangsröðun þeirra á fréttaefni; hver er aðalfrétt kvöldsins sem er jafnframt fyrsta fréttin.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR