Tvíhliða samningur við Breta mögulegur því Ísland er ekki í ESB

Fæstir gera sér grein fyrir því að lönd sem eru aðilar að Evrópusambandinu geta ekki gert tvíhliða samninga við önnur lönd. Evrópusambandið er lokaður klúbbur sem meinar klúbbfélögum að eiga frjáls viðskipti við þá sem eru ekki í klúbbnum. Meinar klúbbfélögum að eiga viðskipti við umheiminn. Það eru möppudýr í Brussel sem gera alla viðskiptasaminga fyrir hönd klúbbfélaga.

Íslensk stjórnvöld hafa verið í tvíhliða viðræðum við Breta frá því ljóst var að allar líkur væru á því að Bretar yfirgæfu Evrópusambandið.

Þessar tvíhliða viðræður hefðu ekki getað farið fram ef Ísland væri aðili að ESB. Vegna þessa geta Íslendingar hagað viðræðunum eftir sínum ítrustu hagsmunum og þurfa ekki að taka mið af hagsmunum ríkjasambands eins og ESB en það höfum við samt gert í of miklu mæli vegna aðildar okkar að EES. 

Ágætt er að taka mið af hinum svo kölluðu refsiaðgerðum gegn Rússum vegna tilmæla ESB og fleiri og íslensk stjórnsýsla taldi sér skylt, vegna veru okkar í EES, að taka þátt í. Ekkert land af bandamönnum Íslands hefur farið jafn illa út úr þeim refsiaðgerðum eins og Ísland. Hundruðir milljarða hafa farið forgörðum vegna undirlægjuháttar stjórnsýslunnar í garð ESB. Enda fara stærri löndin í ESB svo sem Þýskaland ekkert eftir eigin tilmælum en ætlast til þess að smærri löndin geri það. ESB beitti sér fyrir því að þjóðhöfðingjar aðildarlanda færu ekki á HM í knattspyrnu í Rússalndi og enn og aftur hljóp íslensk stjórnsýsla eftir því. Forseti Íslands fékk fyrirmæli frá ríkisstjórninni um að mæta ekki í nafni samstöðu með „vinum okkar“ í Evrópu. Þegar mótið byrjaði birtist forseti Frakklands í stúkunni á mótinu. Nei, það er skoðun ritstjórnar að Ísland eigi ekkert erindi í ESB og tími til komin að aðildinni að EES verði sagt sagt upp og Íslendingar geri eins og Bretar. Loki sig ekki inn í spilltum Evrópuklúbbi en semji við allar þær þjóðir  í heiminum, sem vilja, tvíhliða. Þannig farnast okkur best. Það er ef til vill eitthvað að breytast í hugarfari stjórnsýslunnar þar sem samningar við Breta byrjuðu í tíma og rétt að hrósa mönnum fyrir það.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR