Trans kynfræðsla „lendir óvart“ í höndum nemanda.

Nemendur í Storsjöskolan í Umea Svíðþjóð fá fræðslu um kynlíf trans einstaklinga. Bæklingurinn „Sex och trans“ sem gefinn er út af „Riksförbundet för sexuell upplysning” (RFSU) í Svíþjóð lá á glámbekk við skrifstofu sálfræðings og ráðgjafa í grunnskólanum.

Bæklingurinn inniheldur grófar og ítarlegar lýsingar um kynlíf trans einstaklinga og er myndefnið einstaklega klúrt. Engin skýring hefur borist hvaða þörf er á því að krakkar á yngri árum skulu hafa aðgengi að slíku efni í skólanum.

Í bæklingnum er talað um hvernig á að „hnefa“ trans fólk, hvernig endaþarmsmök eru stunduð og hvernig á að gæla við leggöng trans einstaklinga.

Katrina Lundqvist segist ekki vita hvernig bæklingurinn hafi endað þarna, en hún viðurkennir að hún hafi ekki skoðað alla þá bæklinga sem hafa borist skólanum. Lundqvist segir að slíkur bæklingur sé ekki við hæfi fyrir yngri nemendur nema í fylgd fullorðna. Vert er að taka það fram að engir fullorðnir eru í þeirri biðstofu enda er hún ætluð nemendum.

Þegar að Lundqvist var spurt hvort að hún ætlaði að fjarlæga bæklinginn sagðist hún „þurfa að skoða það fyrst áður en að ég tek ákvörðun um það“. Bæklingurinn var gefinn út árið 2015 og er, samkvæmt vefsíðu RFSU, sá fyrsti sinnar tegundar sem fjallar um kynlíf og trans.

Samkvæmt RFSU er bæklingurinn ekki ætlaður krökkum, heldur beinist hann að transfólki og þeim stofnunum sem huga að velferð Transfólks.

Hér fyrir neðan er hlekkur sem leiðir að bæklingnum.

https://www.rfsu.se/globalassets/praktikor/sex-och-trans.pdf

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR