Þróun bóluefnis gegn Kórónaveirunni: Hvernig standa málin?

Í síðasta mánuði áætlaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að það myndi taka 18 mánuði að þróa bóluefni gegn nýju kórónaaveirunni (COVID-19). Hér er uppfærsla á framvindu nokkurra stórfyrirtækja lyfjaiðnaði í leit þeirra að lækningu.

Moderna Inc.

23. janúar síðastliðinn fékk Moderna styrki frá Samtökum um nýsköpun vegna faraldurs viðbúnaði (CEPI) til að þróa bóluefni gegn COVID-19, að sögn Market Watch.

Hinn 21. febrúar sagði talsmaður National Institute of Allergy and Infectious Disease (NIAID) að stofnunin myndi byrja að skrá 45 fullorðna sjúklinga í klíníska rannsókn í áfanga I til að prófa mRNA-1273 sem bóluefni gegn COVID-19. Rannsóknin lýkur 1. júní 2021.

24. febrúar sagði líftæknifyrirtækið að það hefði sent fyrstu lotuna af mRNA-1273 til NIAID í klínískar rannsóknar í Bandaríkjunum.

Fylgst er náið með sjúklingum í eitt ár. Rannsóknin verða haldin á Kaiser Permanente Washington Health Research Institute í Seattle, Washington.

Glaxosmithkline (GSK)

Glaxosmithkline, sem er leiðandi bóluefnaframleiðandi, er þekktur fyrir að hafa komið á markað bóluefni gegn papillomaveiru úr mönnum (HPV) og árstíðabundinni flensu.

3. febrúar var tilkynnt að Háskólinn í Queensland fengi aðgang að rannsóknum breska lyfjaframleiðandans, sem eiga að geta styrkt viðbrögð bóluefnisins og takmarkað magnið sem þarf til lækninga, samkvæmt Marketwatch.

Þann 24. febrúar tilkynnti GSK að Clover Biopharmaceuticals, líftæknifyrirtæki sem er staðsett í Kína, hafi gert rannsóknarsamstarf við það vegna próteinbundins kórónavírusins (COVID-19 S-Trimer) sem er önnur af tveimur gerðum COVID-19. GSK mun veita Clover aðgang að gögnum fyrir frekari rannsóknir.

Johnson & Johnson (J&J)

Hinn 18. febrúar 2020 tilkynnti Johnson & Johnson að rannsóknararmur þeirra, Janssen Pharmaceutical, muni útvíkka núverandi samstarf sitt við Biomedical Advanced Research and Development Authority (BARDA), til að leita meðferðar fyrir COVID-19, samkvæmt vefsíðu fyrirtækisins.

J&J mun einnig fara yfir þekktar leiðir í meinafræði kórónuveirunnar til að ákvarða hvort nota má lyf sem áður hafa verið prófuð til að hjálpa sjúklingum að lifa af og draga úr áhrifum veikinnar í tilvikum sem ekki eru banvæn.

„Johnson & Johnson hefur langvarandi skuldbindingu til að berjast gegn þekktum og vaxandi faröldrum og munu halda áfram að virkja auðlindir til að styðja viðleitni heimsins í baráttunni við núverandi kórónaveiru farald,“ segir dr. Paul Stoffels, varaformaður framkvæmdastjórnar Johnson & Johnson.

Paul Sanofi hefur tekið höndum saman við bandarísku heilbrigðis- og mannauðsdeildina (the U.S. Department of Health and Human Services – HHS) um að deila raðbrigða tækni vettvangi sínum í viðleitni til að flýta fyrir uppgötvun hugsanlegs bóluefnis, samkvæmt vefsíðu fyrirtækisins.

Paul Sanofi sagði einnig að samstarf við Biomedical Advanced Research and Development Authority (BARDA) muni eiga sér stað þegar rannsóknir vindur fram, í von um að bylting eigi sér stað.

„Að takast á við alþjóðlega heilsufarsógn eins og þessa nýjustu kórónuveiru mun krefjast samvinnu, og þess vegna erum við að vinna með BARDA til að koma fljótt á framfæri hugsanlegum bóluefnismöguleikum,“ sagði David Loew, yfirmaður bóluefnadeildar fyrirtækisins. „Þó við lánum þekkingu okkar þar sem mögulegt er og til hvers sem er, teljum við að samstarfið við BARDA gæti veitt mikilvægustu niðurstöður í því að vernda almenning gegn þessu nýjasta faraldri.“

Inovio Pharmaceuticals

Forstjóri Inovio, J. Joseph Kim, sagði í viðtali við fjölmiðilinn Bloomberg að líftæknifyrirtækið, sem er með aðsetur utan við Fíladelfíu, að útlit sé fyrir að hafa að minnsta kosti 1 milljón skammta í boði fyrir almenning í lok árs 2020, áður en þeir treystu á að stærri framleiðendur framleiði allt að 50 milljónir skammta.

Inovio hefur áður unnið við hugsanlegu bóluefni fyrir aðra kórónaveiru, sem er kölluð Miðausturlanda öndunarheilkenni, eða MERS, og gæti hugsanlega notað fyrri rannsóknir sínar til að búa til lækningu.

Greffex

Vísindamenn hjá Greffex, erfðatæknifyrirtæki í Houston í Texas, fullyrða að þeir hafi búið til bóluefni gegn kórónaveirunni.

Fyrirtækið sagði við fjölmiðilinn Houston Business Journal að það hefði lokið þróun bóluefnisins og það sé tilbúið til dýraprófa og endurskoðunar bandarískra eftirlitsaðila.

Þetta kemur fram á sama tíma og vísindamenn í Bretlandi tilkynntu að þeir væru farnir að prófa bóluefni og vísindamenn við háskólann í Texas í Austin tilkynntu að þeir hefðu gert efnasambönd sem þeir telja að geti þjónað sem bóluefni.

 Eru ísraelskir vísindamenn komnir með bóluefni?

Reiknað er með að vísindamenn í Ísrael tilkynni á næstu dögum að þeir hafi lokið þróun bóluefnis fyrir nýju kórónaveirunni COVID-19, samkvæmt fréttum fjölmiðla þarlendis.

Ísraelski fjölmiðillinn Ha’aretz, sem vitnar í læknisfræðilegar heimildir, greindi frá  á fimmtudag að vísindamenn við Rannsóknastofnun Ísraels í líffræðilegum rannsóknum (Israel’s Institute for Biological Research), sem starfar undir eftirliti skrifstofu forsætisráðherra, hafi nýlega fengið  byltingkenndan skilning á líffræðilegu fyrirkomulagi og eiginleikum veirunnar, þar með talið betri greiningargetu, framleiðslu mótefna fyrir þá sem þegar eru með veiruna og þróun bóluefnisins.

Þróunarferlið krefst hins vegar röð prófa og tilrauna sem geta staðið í marga mánuði áður en bólusetningin er talin árangursrík eða örugg í notkun, segir í fréttinni.

Varnarmálaráðuneytið staðfesti hins vegar ekki það sama í svari sínu við Ha’aretz.

,,Það hefur ekki verið nein bylting í viðleitni líffræðistofnunarinnar til að finna bóluefni gegn kórónuveirunni eða þróa prófunarsetts. Starf stofnunarinnar er unnið samkvæmt skipulegri vinnuáætlun og það mun taka tíma. Ef og hvenær það verður eitthvað að tilkynna, það verður það gert með skipulegum hætti “sagði í svari varnarmálaráðuneytið við Ha’aretz.

,,Líffræðistofnunin er heimsþekkt rannsóknar- og þróunarstofnun sem treystir á reynda vísindamenn og vísindamenn með mikla þekkingu og með gæða innviði. Nú starfa meira en 50 reyndir vísindamenn við stofnunina við að rannsaka og þróa lækningaraðferð gegn veirunni“,  segir jafnframt í svari varnamálaráðuneytisins.

Stofnunin fyrir líffræðilegar rannsóknir, sem staðsett er í miðbæ Nes Tziona, var stofnuð árið 1952 sem hluti af vísindadeildar Ísraelshers en varð síðar borgaraleg stofnun. Hún er tæknilega sé undir eftirliti forsætisráðuneytisins en er í nánum samskiptum við varnarmálaráðuneytið, samkvæmt fréttinni.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er sagður hafa skipað stofnuninni að verja fjármagni til að þróa bóluefni fyrir Covid-19  þann 1. febrúar síðastliðinn.

Venjulegt ferli við þróun slíks bóluefnis krefst langrar klínískrar rannsókna á dýrum og síðan klínískar rannsóknir á mönnum. Þetta tímabil gerir ráð fyrir fullkominni greiningu á aukaverkunum og betri skilningi á því hvernig bóluefni hefur á mismunandi hópa fólks.

Alheims neyðarástand vegna faraldurs við kórónaveirunnar getur þó flýtt fyrir þessu ferli til að bólusetja eins marga sem eru í mestri hættu vegna vírusins, segir í frétt Ha’aretz.

Ynet, vinsælasti fréttavefur Ísraels, greindi frá því fyrir um þremur vikum að fimm sendingar af vírussýnum hefðu komið frá Japan, Ítalíu og fleiri löndum.

Þeir voru fluttir með sérstökum sendiboðum varnarmálaráðuneytisins til stofnunarinnar fyrir líffræðilegar rannsóknir og hafði  sýnunum verið haldið frosin við -80 gráður á Celsíus.

Það hefur verið mikil vinna, meðal annars af fremstu sérfræðingum, við að þróa bóluefnið síðan þá.

Sérfræðingar telja að tímalengdin sem þarf til að þróa bóluefni sé allt frá nokkrum mánuðum til eins og hálfs árs.

Fjölmörg rannsóknateymi um allan heim taka þátt í keppninni um að þróa bóluefni gegn COVID-19. Mörg þeirra á þessum tímapunkti einbeita sér að því hvernig vírusinn birtist í dýrum, þar sem stærsta hindrunin er hvernig hún breytist þegar hún færist frá dýrum til manna.

Kína gaf út erfðafræðilegri röð veirunnar á opnum vísindagagnagrunnum skömmu eftir að faraldurinn braust út í janúar svo að rannsóknastofnanir gætu reynt að þróa meðferðir og bóluefni án þess að þurfa að fá sýni.

Um það bil einum og hálfum mánuði eftir að erfðaröðin var birt tilkynnti líftæknifyrirtækið Moderna, Inc., með aðsetur í Boston, Massachussets, að það hefði lokið þróun hugsanlegs bóluefni gegn kórónaveirunni, að sögn Ha’aretz.

Bóluefnið var sent til bandarísku þjóðarstofnunarinnar fyrir ofnæmi og smitsjúkdómum (US National Institute of Allergy and Infectious Diseases) , til klínískra rannsókna, þar sem allt að 25 þátttakendur sem starfa í heilbrigðisgeiranum taka þátt og eiga að hefjast í apríl, segir í fréttinni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR