Þrjú ný kórónaveiru tilfelli í Íran

Kórnónaveiran heldur áfram að breiðast út þrátt fyrir bjartsýnar yfirlýsingar kínverskra yfirvalda um að hafa náð tökum á útbreiðslunni og að veiran sé í rénum. 

Nú hafa heilbrigðisyfirvöld í Íran staðfest þrjú ný smit þar í landi af veirunni covid-19. Áður hafði verið staðfest að tvær manneskjur væru smitaðar af veirunni. 

Í Suður-Kóreu sögðu fjölmiðlar frá því í morgun að dauðsfall hefði orðið af völdum veirunnar, það fyrsta þar í landi en yfirvöld hafa ekki en staðfest fréttina. Alls er vitað um 82 smitaða þar í landi. Suðurkórenska borgin Daegu hefur verið sett í sóttkví og hafa íbúar borgarinnar sem eru um 2,5 milljónir verið beðnir um að halda sig heima. Utanríkisráðherra Kína sagði í morgun að aðgerðir sem Kína hefði gripið til væru að virka og lét fylgja með að Kínverjar væru ekki aðeins að verja eigin þegna heldur allan heiminn.

Japönsk yfirvöld hafa staðfest að tvær manneskjur sem voru um borð farþegaskipinu Dimond Princess hefðu látist af völdum veirunnar. Skipið hefur legið í sóttkví í Yokohama. Um borð er vitað um 621 smitaðan.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR