Svíþjóð: Fátækir hafa ekki efni á rafmagni

Í Jacobsgötu í Kävlinge í Svíþjóð er heilt íbúðahverfi á vegum sveitarfélagsins sem er rafhitað. Hjá lífeyrisþeganum Marica Pettersson og einstæðu móðurinni Marina Radby þýðir hátt raforkuverð að þær hafa ekki efni á að hita heimili sín.

Þær eru nágrannar í bæjarfélaginu í Kävlinge.

Marina Radby hefur slökkt á hitanum í íbúðinni og hún sefur undir nokkrum teppum í náttfötum og þykkum sokkum.

– Ég þori ekki að kveikja á hitanum vegna þess að rafmagn er svo dýrt og sem einstæð móðir hef ég ekki efni á því, segir hún.

Rafmagnsvifta sett í íbúðina til að halda raka í burtu

Hún býr með 13 ára syni sínum í íbúð á jarðhæð í Kävlinge frá húsnæðisfélaginu KKB. Um er að ræða um hundrað íbúðir á jarðhæð sem hitaðar eru upp með rafmagni. Leigjendur greiða leigu og bera sjálfir ábyrgð á rafmagnsreikningum.

Húsin hafa átt við rakavandamál að stríða og árið 1989 voru viftur settar í allar íbúðir. Vifturnar nota allt að 2.000 kWh á ári – jafn mikið og Húsnæðis- og skipulagsráð og Hagstofa Svíþjóðar telja eðlilega ársnotkun fyrir heila litla íbúð.

Rafmagnið fyrir vifturnar endar líka á rafmagnsreikningum leigjenda.

„Leiga lægri en í öðrum íbúðum“

Þegar viftur voru settar var leiga í Jakobsgötu lækkuð til að jafna rafmagnið, að sögn leigusala.

Forstjóri KKB, Mikael Strand, segir að leigan fyrir íbúðirnar  í götunni sé 25 prósentum lægri en í restinni af íbúðarhúsnæði KKB.

„Ekki farið í heita sturtu í langan tíma“

Áætluð ársnotkun lífeyrisþegans Marica Pettersson á raforku er nálægt 8.500 kWst – meira en fjórfalt hærri en fyrir venjulega íbúð af sömu stærð.

– Ég borga 3.180 sænskar krónur (um 47.000 ískr.) í beina leigu fyrir 40 fermetraog svo rafmagnsnotkunina ofan á það. En ég reyni að spara rafmagnið. Ég er bara með eitt tæki í gangi í einu og ég hef ekki farið í langa heita sturtu í langan tíma. Ég sef í þykkum sokkum en er samt kalt allan veturinn, segir hún.

Í nóvember kostaði rafmagnið hennar 1.922 sænskar krónur (um 28.000 ískr). Alls var húsnæðiskostnaður hennar 5.102 sænskar krónur (um 74.000 ískr.) þann mánuð. En þetta byggist algjörlega á því hversu kalt það verður og hvernig raforkuverðið lítur út í hvert sinn.

Þess má geta að Svíþjóð hefur innleitt orkupakka ESB.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR