Sumarhúsabann í Noregi: Sá ókunnuga gera pottinn klárann

Fólki er nú bannað að fara í sumarbústaði sína í Noregi vegna kórónuveirufaraldursins. Ástæðan er að yfirvöld óttast að fólk muni flykkjast í sumarhúsin sín í sóttkví og ef margir myndu veikjast í einu gætu fámenn sjúkrahús á landsbyggðini ekki ráðið við ástandið. Nú nálgast páskarnir og venjulega ættu þúsundir að vera á leiðinni í sumarbústað í Noregi. Vegna banns yfirvalda við því að fólk noti sumarbústaði sína eru þeir nú mannlausir og ekki allir sem hafa tök á að fylgjast með bústaðnum sínum. 

Norðmaður sem fylgist með sumarhúsi sínu í gegnum myndavél sem staðsett er í húsi hans brá í brún þegar hann sá að ókunnugir voru að gera pottinn klárann.

Jon Tellefsen sem á sumarhús í Setesdal í Noregi hefur komið fyrir eftirlitsmyndavél við bústaðinn sinn sem hann notar aðalega til þess að fylgjast með hvernig veður er á svæðinu.

Í samtali við NRK segir hann að sín fyrstu viðbrögð hafi verið að hann trúði ekki því sem hann sá í gegnum myndavélina.Fleiri fréttir hafa borist af því að ókunnugir séu að gera sig heimakomna í yfirgefnum sumarhúsum í Noregi og hafa samtök sumarhúsaeigenda gagnrýnt yfirvöld fyrir að hafa ekki gert ráðstafanir til þess að einhver hefði eftirlit með sumarhúsum í banninu. Samanlagt sé um milljarða verðmæti að tefla og sumarhúsaeigendur séu áhyggjufullir vegna banns yfirvalda við því að þau séu notuð meðan á veirufaraldrinum stendur og þá vegna þess að margir hafa ekki tök á að fylgjast með hvort ókunnugir séu að gera sig heimakomna í þeim.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR