Strætó ók tvívegis yfir fætur hennar

Elín Stephensen varð fyrir ótrúlegri reynslu 1979 í hálkunni í Reykjavík. En ótrúlegt en satt þá ók strætisvagn yfir báða fætur hennar. í upprifjun um málið í bókinni Árið 1979 segir um þennan atburð.

„Ótrúlegt en satt. Að kvöldi 28. marz ók strætisvagn tvívegis yfir fætur 24 ára gamallar stúlku. Elínar Stephensen, og slapp hún óbrotin, hlaut aðeins mar og skrámur. Að lýsingu Elínar rann hún til í klakaruðningi á biðstöð við Suðurlandsbraut. Skipti engum togum, að hægri fótur hennar varð undir vinstra framhjóli. Ökumaður stöðvaði vagninn og var hann þá ofan á vinstra fæti Elínar. Eftir að ökumaður kom út og kannaði aðstæður ók hann aftur á bak ofan af fætinum og lenti sá hægri þá aftur undir hjólinu. Á slysavarðstofunni urðu menn furðu lostnir yfir því, að rannsókn sýndi að Elín var óbrotin. Hún var þó illa marin. Elín kvaðst þakka guði, hversu vel hún slapp, enda má það teljast kraftaverk. hér er Elín daginn eftir slysið.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR