Fréttablaðið birtir athugasemd Teits Björns Einarssonar varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í blaðinu í dag. Í athugasemdinni eru stjórnendur blaðsins harðlega gagnrýndir í leiðinni fyrir fréttaflutning af afstöðu hans til laxeldismála. Má það teljast til tíðinda að Fréttablaðið birti greinina því það hefur verið mál manna að greinar fáist ekki birtar í blaðinu sem eru blaðinu ekki þóknanlegar en að þykir mjög hallt undir ESB og draga taum sósíalistanna í Samfylkingunni og kommúnistanna í Vinstri grænum. Fyrir þá sem muna eftir blaðinu Þjóðviljanum hér í þá tíð, en Alþýðubandalagið, forveri Vinstri grænna og Samfylkingarinnar átti og rak það blað með herkjum í mörg ár, þá minnir fréttaflutningur Fréttablaðsins oft á tíðum á fréttaflutning þess blaðs.
Þingmaðurinn átelur blaðið fyrir að gera honum upp skoðanir og hafnar hann algjörlega að ástæða fyrir gagnrýni hans á stjórnsýslu Hafrannsóknarstofnunnar væri vegna þess að hann „vissi að með því að kyssa hring norsku eldisrisanna“ ætti ég von á því að getað endað einn daginn í þægilegu starfi! Rakalaus er þessi þvættingur og er illmælgi þessi augljóslega sett fram í annarlegum tilgangi,“ segir Teitur í harðorðri athugasemd sinni í stuttri grein í Fréttablaðinu.
Að lokum segir Teitur: „Stjórnendur og eigendur Fréttablaðsins eru nú í dauðafæri á því að komast í skjól ríkisjötunnar með rekstur sinn með frumvarpi menntamálaráðherra um ríkisframlög til fjölmiðla. Fólk á Vestfjörðum, sem á allt sitt undir eigin verðmætasköpun, er ekki svo heppið. Ekkert frumvarp er í þinginu sem kveður á um slíkt ríkisframlag til þeirra. Það þarf að vinna fyrir sér sjálft og væri óskandi að Fréttablaðið sýndi þeirri baráttu skilning.“