Sósíalistadraugurinn rís upp úr gröfinni

Athyglisvert er að þetta fyrirbrigði sem tröllreið heiminn á 20. öld skuli enn vera til og fólk taki mark á þessari stefnu. Hún er ennþá til í nokkurum löndum sem eru einræðisríki, líkt og Norður-Kórea en líka til að mynda í Venisúela. Hugo Chevez byrjaði með svokölluðum 21 aldar sósíalisma í landinu og annar óhæfur eftirmaður hans tók við, Nicolás Maduro, sem er að svelta þjóð sína í hel. Stefnan er í raun útþynntur kommúnismi. Stefnu hans fylgir eignarupptaka, forsjárhyggja og spilling sem hefur eyðilagt efnahaginn og dregið fólk til dauða. Jafnvel þó svo Venúsúelar eru olíuauðugt land þá dugði það ekki til. Þegar eignarrétturinn er ekki virtur, þá hrynur kerfið innan frá. Enginn treystir slíkri stjórn.

Stefna kommúnista, sem kalla sig öðru nafni sósíalisismi, ber ábyrgð á mestu hörmungum tuttugust aldar, meir en nasisisminn sem fekk ekki heila öld til að murka lífi úr fólki. 

Fjöldamorð áttu sér stað hjá nokkrum 20. aldar kommúnistaríkjum. Fjöldi dauðra er á reiki enda deila menn á um hvað eigi að taka með. Svo sem aftökur; fjöldadauði vegna hungursneyða af manna völdum; dauði vegna fjöldabrottflutninga; fangelsun og vegna nauðungarvinnu. Hugtök sem notuð eru í þessu samhengi er ,,fjöldadráp“, ,,þjóðarmorð“, ,,stéttamorð“ og fleiri hugtök.

Samkvæmt tölum R. J. Rummel’ í bókinni ,,Death by Government“ (1994), létust um 110 milljón manna, heima við eða erlendis af völdum kommúnista í svokölluðu ,,democide“ en það hugtak útleggst sem svo: ,, “vísvitandi ákvörðun að drepa ósjálfbjarga eða vopnlausa manneskju af hendi stjórnvaldshafa sem starfa á vegum hins opinbera og samkvæmt stefnu stjórnvalda”.Hugmyndafræðin leiddi jafnan til fáræðis eða einræðis og algjöra kröfu um hollustu þegnanna (ekki borgara sem mátti drepa) bæði í hugsun og gerðum.

Það er því óskiljanlegt að hér á litla Íslandi skuli vera grundvöllur fyrir kommúnisma.  Af hverju skyldi það vera? Hafa menn ekki gert upp við fortíðina eða eru menn fljótir að gleyma illum verkum? Af hverju eru vinstri flokkar svona öflugir og njóta stuðnings almennings? 

Það virðist sem meiri hluti íslenskra stjórnmálaflokka hallist til vinstri. Vinstri grænir, Samfylkingin eru hreinir vinstri flokkar og fara ekki í felur með það. En aðrir flokkar eru laumu vinstriflokkar. Þeir hafa ekki sagt það í orði en með gjörðum sínum.

Hér má nefna Píratar sem vita ekki hvort þeir eru að koma eða fara en leita alltaf til vinstri ef á að mynda pólitíska stjórn. Viðreisn vill vinna með vinstri flokkum í borgarstjórn og sýnir það í verki, þótt spillingarmál eins og braggamálið komi upp.

Framsókn og Miðflokkurinn stíga í hægri eða vinstri fótinn eftir hag þeirra hverju sinni, en líklega er Miðflokkurinn aðeins meir til hægri. Sjálfstæðisflokkurinn sem segist vera hægri flokkur en virðist ekki fara eftir neinum hugsjónum, a.m.k. vita fáir hvað flokkurinn stendur fyrir í raun annað en að verja hagmuni auðmanna. Hvar er annar hægri flokkur á Íslandi? Ekki til.

Hérna á Íslandi eru afar sterk öfl sósíalista, ennþá hefur þó stefnan ekki náð sér strik af fullum þunga. Íslandi til mikillar gæfu. Þeir fengu sitt tækifæri í kreppunni með hreina vinstri stjórn (með skjaldborginni sem aldrei reis) og svo nú í Reykjavikurborg. Allt er á niðurleið á þeim bæ. Og það skrautlegasta af öllu er að nýverið var stofnaður Sósíalistaflokkur.Íslands.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokkurinn sendi aðsenda grein til Morgunblaðsins nýverið og ræddi þetta mál. Látum hana hafa orðið, enda á það svo vel við um það sem hér er sagt:

„Árið er 2018 en vofa Karls Marx lifnar við í frösum íslenskra forystumanna verkalýðsfélaga og fylgisveina þeirra,“ skrifar Áslaug. „Þeir sem eldri eru þekkja afleiðingar sósíalismans í Sovétríkjunum, Austur-Þýskalandi og Kína og við sem yngri erum höfum séð hvernig almenningur í Venesúela hefur greitt dýru verði fyrir enn eina tilraunina í nafni sósíalismans. Landi sem fyrir örfáum árum var eitt auðugasta ríki í Suður-Ameríku en er nú orðið efnahagsleg auðn. Dæmin eru fleiri en rúmast í stuttum pistli sem þessum, en niðurstaðan er alltaf sú sama. Hvar sem sósíalismi hefur skotið rótum eru afleiðingarnar skelfilegar fyrir almenning. Það er engin ástæða til að ætla að niðurstaðan yrði önnur hér á landi.“

Því er spurt: Hvað er að gerast hér á Íslandi? Á stjórnmálahugmyndafræði rétt á sér í orðræðu stéttafélagsbaráttu fyrir bættum launum og kjörum? Er ekki hægt að tala við og taka á atvinnurekendum án þess að vísa í pólitík? Eru launþegar og stéttarfélagsmenn þessarra stéttafélaga einnig sósíalistar eins og forystan? Og vilja þeir, þ.e.a.s. launþegar, heygja sína baráttu fyrir bættum hag undir þessum formerkjum? Kjarabarátta er ekki pólitík, hvorki á sveitarstjórnarstigi né á sviði landsmála.  Hún er hrein og bein hagsmunabarátta einstaklinga sem binda höndum saman til að ná fram rétti sínum á vinnumarkaði.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR