Skýrsla RLS fyrir 2020: Félagsleg blöndun og heiðursofbeldi

Skýrsla Ríkislögreglustjórna um framtíðarskipun lögreglumála á Íslandi hefur vakið nokkra athygli enda í henni reifuð framtíðar vandamál sem gætu valdið miklum samfélagslegum átökum hér á landi. Ber þar að nefna að bent er á að svokölluð hnattræn hlýnun er talin geta valdið því að flóttamannastraumur hingað til lands aukist til mikilla muna sem muni valda „félagslegri blöndun“ þar sem ákveðnir hópar muni yfirtaka heilu borgarhverfin hér á landi. Úr þessu má lesa að slkíkt geti leitt til svipaðs ástands og ríkir í Svíþjóð sérstaklega. Þar er ástandið í sumum hverfum þannig að lögregla, sjúkralið og slökkvilið hættir sér ekki inn í sum hverfi innflytjenda nema grá fyrir járnum. Skýrsluna er að finna á vef Ríkislögreglustjórna.

Í þessu sambandi er vert að benda á að 2018 boðaði Velferðarsvið Reykjavíkurborgar til fundar um heiðurstengt ofbeldi hér á landi. Það má því gera ráð fyrir að sú þróun sem RLS talar um í skýrslu sinni núna árið 2020 hafi þegar verið hafin fyrir nokkru síðan. Í umfjöllun Mannlífs frá 2018 um ábendingar velferðarsviðsins um þessa þróun segir um heiðurtengt ofbeldi sem fylgi félagslegri blöndun: 

„Hún bjó við mikið ofbeldi á heimili sínu, bæði af hendi föður og bróður síns. Allt frá því að hún var ung stúlka hafi hún og systkini hennar ekki mátt eiga íslenska vini heldur þurftu alltaf að koma beint heim eftir skóla og leika við krakka af sama uppruna. Hún var í vinnu og pabbi hennar tók af henni peningana hennar. Hún klæddi sig ekki og hagaði sér ekki eins og fjölskyldan vildi og það stóð til að gifta hana manni af sama uppruna.“

Heiðurstengd átök hjá fjölskyldum af erlendum uppruna eiga sér stað hér á landi. Ýktasta birtingamynd heiðurstengdra átaka eru svonefnd heiðursmorð sem af fréttist frá öðrum Norðurlöndum og víðar um heim. „Tími er kominn til að bera kennsl á þetta hér á landi,“ segir Edda Ólafsdóttir, félagsráðgjafi á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, „þar sem þetta er íslenskur veruleiki. Það sem gerist annars staðar kemur líka hingað til lands, bara aðeins seinna,“ segir hún. Ráðstefna var haldin í vikunni þar sem tveir norskir sérfræðingar sögðu frá því hvernig bera má kennsl á slíkt ofbeldi og hvernig vinna megi gegn því.“ 

Umfjöllun Mannlífs frá 2018.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR