Alls bárust sex umsóknir um embætti forstjóra Hafrannsóknastofnunar sem auglýst var þann 19. desember 2020 en umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar sl.
Umsækjendur eru:
1. Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri
2. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri
3. Marcin Zembroski, sérfræðingur
4. Sigurður Guðjónsson, forstjóri
5. Soffía Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
6. Þorsteinn Sigurðsson, sérfræðingur
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, skipar í stöðuna frá og með 1. apríl 2021. Ráðherra mun skipa nefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð um þá.