Seinkanir á Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn

Mikil örtröð hefur verið á flugvellinum í Kaupmannahöfn vegna verkfallsaðgerða öryggisvarða.

Fáir hafa komist í gegnum öryggisleit þar vegna verkfallanna. Öryggisverðir deila við flugvallaryfirvöld um greiðslur vegna yfirvinnu. Einnig er kerkja í öryggisvörðum vegna uppsagna þar sem öryggisvörðum með 20 – 30 ára starfsreynslu var sagt upp og nýtt fólk ráðið í ströf þeirra. 

Yfirmenn hafa gert sitt besta til að halda nokkrum hliðum opnum en afgreiðsla þar gengur mjög seint fyrir sig og er útséð um að mörg flugfélög verði að seinka brottförum í dag. Þegar hafa orðið tafir á flugi hjá mörgum flugfélögum. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR