Réttindi og skyldur nýrra ríkisborgara á Íslandi

Mikið hefur verið rætt um réttindi útlendinga á Íslandi og nýr lagabálkur hefur verið saminn um þá, sem kallaður hefur verið í daglegu máli útlendingalögin. Sitt sýnist hverjum um ágæti þeirra og finnst sumum að fullmikil áhersla sé lögð á réttindi en minna á skyldur.  Sumir sem ganga lengst, vilja að útlendingar sem staddir eru á landinu, hafi sama rétt og Íslendingar til alla þjónustu velferðakerfisins og gangi jafnvel framfyrir biðraðir eftir húsnæði svo eitthvað sé nefnd, þótt viðkomandi hafi aldrei borgað skatta eða skyldur hérlendis. 

Hvernig er þetta háttað erlendis? Best er að taka dæmi frá einu mesta innflytjendalandi heims, Bandaríkin. Þar hafa stjórnvöld lagt gífurlega mikila áherslu á aðlögun nýrra ríkisborgara að landi og þjóð.  Miklar skyldur eru lagðar á umsækjendur að bandarískum ríkisborgararétti og er hann talinn vera ákveðin forrrétti. 

Þegar umsækjandi um bandaríska ríkisborgararétt hefur sótt námskeið um sögu Bandaríkjanna og lært ensku og staðist próf, sver hann eið að stjórnarskrá landsins.  Eiður allra nýrra ríkisborgara í Bandaríkjanna er á þessa leið í grófri þýðingu:

“Ég lýsi hér með, með eiðstaf, að ég afsala og afneita algerlega og að öllu leyti hollustu við alla erlendra prinsa, þjóðarleiðtoga, ríkis- eða fullveldisvaldshafa, af þeim eða sem ég hefur áður verið þegn eða ríkisborgari gagnvart; að ég muni styðja og verja stjórnarskrá og lög Bandaríkjanna gegn öllum óvinum, erlendum og/eða innlendum; að ég muni bera sanna trúfestu og hollustu með sama hætti gagn stjórnarskránni;; að ég muni bera vopn fyrir hönd Bandaríkjanna þegar þess er krafist; að ég muni gegna þegnskyldustörf í herjum Bandaríkjanna, þegar lögin krefjast þess; að ég muni gegna störfum sem eru af landsvísu talin mikilvæg samkvæmt borgaralegri stefnu þegar lögin krefjast þess og að ég undangengst þessar skyldur með frjálsum vilja, án andleg fyrirvara eða með þeim tilgangi að svíkjast undan þessum skyldum, svo hjálpi mér Guð. ” Af þessum eiðstaf má sjá að ríkar skyldur eru lagðar á nýja ríkisborgara og þeir eiga jafnvel að vera tilbúnir að láta lífið til varnar landsins.

Ekki verður séð að sambærilegar skyldur séu lagðar á nýja íslenska ríkisborgara, það er að segja að sverja eið að íslensku stjórnarskránni eða svera hollustu við stjórnvöld landsins eða sverja að virða gildi, hefðir og lög landsins. Með öðrum orðum, geta nýju ríkisborgararnir verið eftir sem áður mállausir á íslenska tungu og þeim ber engin skylda að virða íslenskt samfélag, lög, reglur og gildi. 

Mýmörg dæmi eru um að menn eru ,,Shanghæ-aðir“ inn sem íslenskir ríkisborgara, ef þeir til að mynda skara framúr sem íþróttamenn eða hafa einhvern sérstakan áhuga íslenskra stjórnvalda á sér, samanber þegar ein fjölskylda frá Austur-Evrópu fékk forgang á vegum Alþingis og fékk send til sín vegabréfin í jólagjöf, einugnis vegna mikillar fjölmiðlaumræðu um veik barn þeirra.

Er ekki kominn til að einhverjar lágmarksskyldur séu lagðar á nýja ríkisborgara, svo sem að þeir hafi lært íslensku í einhvern árafjölda; þeir hafi kynnt sér sögu og gildi Íslendinga; heitið að virða lög og reglur; geti sannað að þeir geti sér farborða og leggi fram sinn skerf til samfélagsins í formi skatta eða þjónustu og síðan en ekki síst, ekki gerst brotlegir við íslensk lög. 

Ef umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt hafa ekki sýnt neinn vilja til að aðlagast, legið á velferðakerfinu og/eða gerst brotlegir við lög, þá ber umsvifalaust að hafna umsókn þeirra og senda þá til þeirra heima. Aðrir eru velkomir að leggja sitt fram til íslenskt samfélag, auðga það og efla.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR