Ófærð

Þeir sem eldri eru hér á landi finnst sumum skrítið hversu mikið uppnám verður þegar óveður geisar á landinu. Við búum jú á Íslandi og  fólk ætti ekki að verða hissa þó slík veður komi annað veifið hér á landi. Þessi frétt er frá mars 1979.

„Miklir samgönguerfiðleikar urðu á Suður- og Vesturlandi 8. marz vegna hvassviðris, snjókomu og skafrennings. Heita mátti ófært um þessa landshluta. Ökumenn áttu í miklum erfiðleikum og þurfti að kveðja björgunarsveitir út til að bjarga fólki úr bílum í nágrenni höfuðborgarinnar. Algerlega ófært var um Suðurnes og urðu starfmenn á Keflavíkurflugvelli að dvelja þar yfir nóttina. Myndin sýnir ástandið í höfuðborginni  er veðrinu slotaði.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR