Þau leiðu tíðindi berast að Bryggjan Brugghús er gjaldþrota. Rekstrarfélag Bryggjunnar brugghúss, BAR ehf, var úrskurðað gjaldþrota þann 15. apríl síðastliðinn. Ljóst er að töluverður missir er af Bryggjunni enda var staðurinn eitt fyrsta handverksbrugghúsið hér á landi og skipaði mikilvægan sess í veitngaflórunni á Grandanum segir í frétt mbl.is.
Á sama tíma er nýr matbar að opna á horni Hafnartorgs, Ice + Fries, sem á eflaust eftir að verða vinsæll áðningastaður gangandi vegfarenda í miðborg Reykjavíkur. Staðurinn er nýrstárlegur, snertifrí þjónusta og róbótavæddur bar, fyrsti sinnar tegundar á Íslandi
Fyrstu gestirnir voru ekki lengi að reka inn nefið og það reyndust vera pólsk hjón búsett á Íslandi.
Svona er veitingarhúsageirinn, miklar sviftingar geta orðið en yfirleitt fara veitingarhús á hausinn ef þau eru óvinsæl. Svo er ekki um farið með Bryggjuna, en óhætt er að segja að COVID-19 veiran hefur ófyrirséðar afleiðingar fyrir íslenskt samfélag og afkomu fyrirtækja í landinu.
Í opnu markaðskerfi eins og er að mestu leyti á Íslandi, gildir náttúrulögmálið, þeir hæfustu lifa af. Hagkvæmni, lægra vöruverð og betri þjónustu eru allt afleiðingar slíkt efnahagskerfis.