Nýja-Sjáland hefur lýst yfir neyðarástandi eftir að 1.000 millimetra rigningu á suðurhluta eyjunnar á 60 klukkustundum, sem leiddi til skriðufalla og að ár flæddu yfir bakka sína.
Um 6.000 íbúum í samfélögum Gore, Mataura og Wyndham hefur verið skipað að rýma svæðið.
Rýming með þyrlum
Um 200 ferðamenn voru fastir við Milford Sound fjörð, sem er vinnsæll meðal ferðamanna, og þurfti að ná þeim með þyrlum eftir að hluti af eina veginum sem að honum liggur skolaði burt.
Her Nýja-Sjálands var sendur á svæðið til aðstoðar með þyrlum og torfærubílum til að hjálpa til við flutnings fólks sem var lokað inni af svæðinu vegna náttúruhamfaranna.