Nasa uppgötvar plánetu sem líkist jörðinni og gæti innihaldið vatn

Geimsjónaukinn Tess hefur fundið fjarlæga stjörnu sem líklega inniheldur vatn í fljótandi formi sem er forsenda lífs (eins og við þekkjum það). Þetta segir í fréttatilkynningu frá Nasa.

Plánetan, sem kölluð hefur verið TOI 700 d, er í það sem Nasa álítur byggilegur hluti geimsins. Það þýðir að hún er svo nálægt annarri stjörnu sem hún snýst um að hitastigið er nákvæmalega það sem þarf til að fljótandi vatn myndist á plánetunni. TOI 700 er á stærð við jörðina og er í rétt um 100 ljósár frá jörðinni.

Það er allt of langt til þess að stjörnufræðingar geti, jafnvel með hjálp geimsjónauka, uppgötvað plánetuna með berum augum. 

Í staðin voru notaðar óbeinar aðferðir til þess að rýna í gögn frá Tess. Þetta er áætlað út frá því að þegar pláneta er á ferðinni í kring um aðra stjörnu dempast ljósið niður frá henni. Með því að fylgjast með flöktinu á ljósinu og skoða hversu kröftugt og hversu oft það á sér stað.

Þessar upplýsingar nota stjörnufræðingar til að reikna út hvort um sé að ræða plánetu og hversu langt frá jörðinni hún er. 

Á myndinni má sjá hvernig stjörnufræðingar telja að TOI 700 d líti út. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR