Mýs læknaðar af sykursýki með stofnfrummeðferð

Sykursýki er langvinnur sjúkdómur  og finnst um víða veröld en aðeins í Bandaríkjunum einum, eru tæplega 30 milljónir manna með sjúkdóminn, og þeir sem eru ekki meðvitaðir um ástand sitt, eru ekki einu sinni meðtaldir.

Þeir sem eru með sykursýki glíma við að framleiða eða stjórna insúlínmagni í líkama sínum. Nú hefur ný aðferð verið þróuð af vísindamönnum frá læknadeild Washington háskóla í St. Louis sem á að geta læknað mýs, sem sprautaðar voru með sykursýki. Rannsókn þeirra var birt í ,,Nature Biotechnology“ síðastliðinn mánudag.

En hvernig virkar aðferðin?

Nýja meðferðin virkar þannig að með því að græða frumur beint í músina. Þær seyti hormóninn inn í líkamann og hefur þar með framleiðslu og viðheldur jafnvægi á insúlínmagni líkamans.

Forvígismaður rannsóknarinnar, Jeffrey Millman, sagði að „Þessar mýs voru með mjög alvarlega sykursýki með blóðsykursmælingu meira en 500 milligrömm á desilíter af blóði – stig sem gætu verið banvæn fyrir mann – og þegar við gáfum músunum insúlínseytnar frumur, var blóðsykursgildi þeirra innan tveggja vikna komið í eðlilegt horf og hélst þannig í marga mánuði. “

Ef allt virkar vel í mannslíkamanum er insúlín framleitt af beta-frumum í brisi, þó framleiða þeir sem eru með sykursýki ekki nóg af hormóninu. Algengasta leiðin til að stjórna ástandinu er með því að sprauta insúlín reglulega í blóðrásina. Nú síðast hafa vísindamenn unnið að leiðum til að breyta stofnfrumum úr mönnum í beta-frumur.

Teymi Millmans við Washington háskóla hefur nú unnið að því að bæta þessa aðferð. Liðinu hefur tekist að fækka óæskilegum frumum, sem gerir ummyndunarfrumurnar mjög sértækar og markmiðsmiðaðar. Teyminu tókst að lokum að búa til hærra hlutfall beta-frumna sem virkuðu einnig á skilvirkari hátt.

Eins og Millman útskýrir sjálfur: „Áður myndum við bera kennsl á ýmis prótein og þætti og dreifa þeim á frumurnar til að sjá hvað myndi gerast. Eins höfum við betur áttað okkur á merkjunum, hefur okkur tekist að gera það ferli minna handahófskennt.“

Þegar þessum „nýju“ beta-frumum var sprautað í sykursýktar mýs, jafnaðist blóðsykur þeirra og þær voru „virknis læknaðar“ af sykursýki í níu mánuði.

Endanlegt markmið er að sjá hvort þessi meðferð virkar líka á menn, þar sem þessi aðferð hefur hingað til aðeins verið prófuð á músum. Næstu stig rannsóknarinnar fela í sér rannsóknir á stærri dýrum í lengri tíma, með von um að einn daginn verði til meðferð tilbúin fyrir klíníska rannsókn á mönnum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR