Mark Levin: Það eru Adam Schiff, Jerrold Nadler og aðrir „glæponar“ sem „trufla“ forsetakosningarnar

Mark Levin, gestgjafi samnefnds spjallþáttar, sagði í öðrum spjallþætti, „Hannity“, á fimmtudaginn var að Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, þingmaður demókrata í Kaliforníu, væri sú opinbera persóna sem væri að blanda sér í bandarísku forsetakosningarnar, ekki Donald Trump forseti.

Levin sagði gestgjafanum Sean Hannity að Adam Schiff, Jerrold Nadler, formaður dómstólanefndar fulltrúadeildar, sem er demókrati frá New York, og aðrir framkvæmdarstjórnar embættisbrotanefndar – sem hann lýsti sem „glæponum“ – hafi ranglega lagt fram ákærur á Trump og meðreiðasveina hans.

,,Hvað sagði Schiff, hvað sagði Schiff og hinir mafíósarnir á gólfinu í öldungadeildinni?”, spurði Mark Levin. “Hvað sögðu þau?”

,,Við viljum ekki að Trump verði aftur kjörinn forseti. Við verðum að stöðva hann.” Með öðrum orðum, þeir vilja blanda sér í kosningarnar 2020 og koma í veg fyrir að Repúblikanaflokkurinn geti tilnefnt forseta sinn til annars kjörtímabils sem forseti Bandaríkjanna, hélt gestgjafi þáttarins „Life, Liberty & Levin “ áfram.

Að auki sakaði Levin öldungadeildarþingmanninn Charles Schumer og oddvita öldungadeildaþingmanna, demókrati frá New York, að hafa í samstarfi við demókrata í fulltrúadeildinni reynt að grafa undan kosningarnar.

Hann sagði að raunverulegur áform Nadlers með því að saka öldungadeildarþingmenn um „svik“ snemma á miðvikudag væri að hræða þá, leið sem áður hefur verið farin og einkennir allan tilbúnað embættisbrota rannsóknar sem hatursmenn Trumps stæðu fyrir. Ætlunin væri að ná völdum og taka öldungadeildina til baka í þessu máli og gera Schumer þar með að meirihluta leiðtoga.

Mark Levin heldur því fram að demókratar hafi eyðilagt stjórnarskrána, ógildu í raun ákvæðið um embættisbrot og eyðilagt aðskilnað valdsins. Hann sagði að forsetar frá allt frá Thomas Jefferson til Lyndon B. Johnson og Barack Obama, hafi allir „misnotað völd“ með þeim hætti sem demókratar saka Trump um að hafa gert. Þessir leiðtogar, benti hann á, voru ekki látnir ákærðir vegna „misnotkunina“.

,,Þeir eru að reyna að  tilnefnda repúblikanaframbjóðandann fyrir árið 2020. Þeir eru að reyna að taka yfir öldungadeildina. Það er það sem er að gerast,” hélt hann áfram. ,,Öldungadeildin ber ábyrgð á því að vernda bandaríska þjóðina frá fulltrúardeildina – frá demókrötunum.”

Levin rifjaði upp hvernig Potter Stewart, fyrrverandi hæstaréttardómari, sagði einu sinni að þegar hann sæi „klám“ gæti hann ekki skilgreint það – en „ég mun vita það þegar ég sé það.“

Þannig sagði Levin að fullyrðingar Schiff um „valdamisnotkun“ af  hálfu Trump virðast ekki geta fallið á nákvæma skilgreiningu en stjórnendur fulltrúardeildarinnar hafa sagt öldungadeildinni að þeir „viti það þegar [þeir] sjá það.

Í stað þess að Trump láti af embætti eins og Schiff og Nadler virðast vilja, þá eru það demókratar sem standa fyrir þessu ferli sem ættu að ,,reka úr embætti,” bætti útvarpsgestgjafinn við.

„[Trump] hefur farið eftir öllum skipunum fyrir alríkisdómstólum – hverri og einni,“ sagði Levin. „Hann hefur ekki framið landráð, mútugreiðslur eða aðra stórglæpi eða smáglæpi.“

Þýðing á vefgrein úr Foxnews.

https://www.foxnews.com/media/trump-impeachment-mark-levin-schiff-nadler-abuse-of-power

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR