Margt í boði á Safnanótt og Sundlauganótt í Kópavogi 7. og 9. febrúar

Kópavogsbær stendur fyrir vetrarhátíð í bænum 7. og 9. febrúar. Safnanótt verður föstudaginn 7. febrúar og verða 28 viðburðir í boði í Menningarhúsum, Kópavogskirkju og Midpunkt.

9. febrúar verður boðið upp á Sundlauganótt í Sundlaug Kópavogs og hefst dagskráin með AquaZumba og er ókeypis í laugina frá þeim tíma.  Aqua jóga hefst klukkan 19 og klukkan 20 og 21 verður boðið uppá tónleika.

Nánar má sjá dagskrá Vetrarhátíðarinnar á vef Kópavogsbæjar.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR