Margir í viðbragðsstöðu vegna óveðurs í nótt og á morgun

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna fyrir allt landið vegna óveðurshvells sem ganga á yfir í nótt og á morgun. 

Vegagerðin hefur einnig lýst yfir að búast megi við óvissustigi og jafnvel víðtækum lokunum í nótt og á morgun á meðan óveðrið gengur yfir. Á vef Veðurstofunnar vedur.is má sjá að allt spá kortið fyrir Ísland er litað appelsínugult. Búast má við að björgunarsveitir verði kallaðar út í nótt til aðstoðar lögreglu víðast hvar á landinu enda getur vindur sum staðar farið í 50 metra á sekúndu. 

Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar segir: Austan rok eða ofsaveður, 25-33 m/s. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 50 m/s, einkum undir Eyjafjöllum, við Ingólfsfjall og á heiðum. Víðtækar samgöngutruflanir eru líklegar. Einnig má búast við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Hætta er á foktjóni og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki er bent á að ganga frá lausum munum og sýna varkárni.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR