Loksins jarðskjálftakosningar á Íslandi?

Árið 1973 urðu svo kallaðar „Jordskredsvalg“ eða jarðskjálftakosningar í Danmörku. Þær kosningar mörkuðu þáttaskil í dönskum stjórnmálum. Þar var gömlum hefðbundnum flokkum kastað á hauganna og sérstaklega vinstriflokknunum. Nýjir komu til sögunnar. Kjósendur refsuðu gömlu flokkunum fyrir að standa aldrei við gefin loforð og spillingu.

Nú, rétt rúmlega 50 árum seinna standa Íslendingar frammi fyrir því að næstu alþingiskosningar stefni í að verða jarðskjálftakosningar líkt og gerðist í Danmörku 1973.

Íslendingar virðast loksins ætla að refsa gömlu flokkunum, ríkisstjórnarflokkunum fyrir að standa ekki við kosningaloforð. En hingað til hafa forystumenn stjórnmálaflokka í ríkisstjórn getað sagt í viðtölum í fjölmiðlum að þeir séu óhræddir við að leggja verk sín í dóm kjósenda vegna þess að þeir hafa hingað til nokkurn veginn getað treyst því að það muni kjósendur ekki gera þegar talið verður upp úr kjörkössunum.

En nú virðist vera að verða breyting á því. Kjósendur virðast ætla að refsa ríkisstjórnarflokkunum í komandi kosningum fyrir óstjórn í efnahagsmálum, standa ekki við gefin loforð og spillingu. Í þessum jarðskjálftakosningum í Danmörku komst Framfaraflokkurinn sem Mogens Glistrup stofnaði í góða stöðu sem næst stærsti flokkurinn á þingi. Glistrup talaði hart fyrir skattalækkunum og vildi skera niður hið opinbera sem hann taldi að hefði blásið út fyrir tilstilli vinstriflokka

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR