Krafist ætra kartaflna

Við sögðum frá því hér í sögumolum fyrir nokkru þegar innflutningur og sala á kartöflum var gefin frjáls árið 1984. Forsaga málsins er sú að sama ár flutti Grænmetisverslun landbúnaðarins inn kartöflur sem voru skemmdar og var ekkert annað í boði hér á landi en þessar kartöflur. Mikil reiði varð meðal landsmanna vegna þessa. Í annálum frá 1984 er sagt frá málinu og fyrirsögnin er „Ætra kartaflna krafist.“

„Mikil reiði greip um sig meðal neytenda um vorið vegna þess að Grænmetisverzlun landbúnaðarins, sem hefur haft einokun á sölu kartaflna og annarra garðávaxta, setti skemmdar kartöflur frá Finnlandi á markað. Neytendasamtökin söfnuðu þúsundum undirskrifta um frjálsan innflutning. Deilurnar enduðu með því, að öðrum innflytjendum var heimilað að flytja inn kartöflur og garðávexti þar til íslenzk framleiðsla kæmi á markað. Stjórnvöld hétu því að taka sölukerfið til endurskoðunar til að tryggja æta vöru. Hér að ofan er boðið upp á nýjar innfluttar kartöflur.

Heimild bókin Árið 1984.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR