Karl Marx og marxismi í 200 ár: Blóði drifinn ferill sem hefur enn þá áhrif í dag

Karl Marx, upphafsmaður kommúnismans fæddist í Þýskalandi fyrir 200 árum síðan. Fjöldamorðingjar eins og Joseph Stalín, Pol Pot og Maó Zedong studdust við hugmyndafræði hans.  Nokkur ríki, svo sem Venesúela, Norður-Kórea og Kína kenna sig enn við kommúnisma. Aðdáendur fullyrða að hann sé ekki ábyrgur en nafn hans er samheiti við dauðann.   Milljónir voru drepnar af leiðtogum kommúnista um allan heim á síðustu öld. Vinstrisinnar sem segja að ekki sé hægt að kenna Karli Marx um fyrir þær milljónir sem slátrað er í hans nafni hafa ekki rétt fyrir sér – blóðsúthelling var kjarninn í heimspeki hans. Marxismi í endurnýjuðu formi, ný-marxismi, kom fram í vestrænum háskólum á sjötta og sjöunda áratugnum og er nú að valda samfélagslegum ursla í Bandaríkjunum þessa daganna.

Fyrir tvö hundruð og tveimur árum fæddist umdeildasti hugsuður nútímans í þýsku borginni Trier.

Tveimur öldum síðar ber einmitt orðin „Karl Marx“ samtengingu við byltingar og blóðúthellingar. Enginn hugsuður í dag, hagfræðingur eða heimspekingur getur jafnast á við eldfimt vald barnabarns rabíns sem flúði í útlegð til fátækrarhverfis í Norður-London.

Flest ríkis sem byggðu á hugmyndum Marx kunna að hafa fallið, en nafn hans er samt samheiti við ofbeldisfulla byltingu, idealistíska útópíanisma og einræði öreigana. Þetta kallar fram myndir af kyrjandi mannfjölda og glóandi styttum, samyrkjubúskapi og fangabúðum, skriðdrekum á Rauða torginu og rauðum fánum yfir Kreml.

Í augum gagnrýnenda hans, var Marx ofstækismaður og að hugmyndir hans hafi kvatt til einhverra grimmustu stjórna sögunnar, allt frá gúlaga Síberíu á tímum Stalíns til drápsvæða Kambódíu í stjórnartíð Pol Pots.

Samt eru aðdáendur hans – þar á meðal núverandi leiðtogi Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, sem nýlega kallaði hann „mikinn hagfræðing“, og Skuggakanslarinn, John McDonnell, sem hefur kallað Das Kapital sem uppáhaldsbók sína – er hann áfram hugsjónaspámaður sem hafði hugmyndir sem mun einn daginn leiða mannkynið til stéttalausrar útópíu.

Þann 5. maí 2018, var haldið upp á 200 ára afmæli Karls Marxs. Ef það er einhver vafi á hver sé arfleiðin, þá þarf ekki annað en að sjá hvað gerðist á afmælisdeginum í heimaborg hans Trier. Þá var afhjúpuð risastór bronsstytta, sem kínverski kommúnistaflokkurinn gaf og enginn annar en forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, var þar viðstaddur.  Hann fékk sinn skerf af gagnrýni.

Meðal þúsundir annarra heimspekinga og hagfræðinga skipir Marx enn máli. Sem söguleg persóna er hann enn einn af handfylli menntamanna sem geta fullyrt að hann hafi raunverulega mótað hvernig við hugsum um heiminn.

Frægustu bækur hans, The Communist Manifesto og Das Kapital, eru enn lestnar í nánast hverju einasta landi heims.

Og þótt hugmyndir hans – mikilvægi stéttabaráttunnar, þörfina á byltingu, draumurinn um sósíalísks samfélags – séu enn gríðarlega umdeildar, þá sleppur enginn einfaldlega ekki við tilvist þeirra.

Reyndar væri alveg hægt að halda því fram að við erum að nokkru leyti marxistar í dag. Engu að síður þekkjum við öll hugtökin stéttarátök og stétta vitund, hugmyndina um söguna sem baráttu milli starfsmanna og elítunnar og hugmyndin um að greinilega léttvægir hlutir eins og kvikmyndir og tíska endurspegli efnahagslega gangverki samfélagsins sem framleiddi þá. Við fengum allt það frá Marx. Auðvitað er fullt af fólki sem heldur að hann hafi haft alveg rangt fyrir sér.

Jafnvel  er það svo að fáir myndu afneita honum stað í sögunni, ásamt öðrum persónum frá viktoríutímanum eins og Charles Darwin og Sigmund Freud, sem einn af raunverulegum títanískum vitsmunalegum áhrifavöldum nútímans.

Sýnt hefur verið fram á að nasisminn og kommúnisminn, eru sitthvora hliðin á sama peningi. Þetta eru massahreyfingar sem fámennur elítuhópur stjórnaði og báðar stefnurnar byggja á sósíalísum hugmyndagrunni og baráttu hópa. Helsti munurinn er að kommúnistar vildu að ákveðinn hópur – oft kallaður öreigar – nái tökum á framleiðslutækjunum og hann stjórni samfélaginu. Hjá nasistum var það ákveðinn hópur, sem átti að stjórna samfélaginu, en hann var skilgreindur út frá kynþætti, ekki stéttarstöðunni. 

Útkoman var sú sama hjá báðum stjórnmálahreyfingunum, alræði flokkskíkunnar, sem beitti fjöldanum miskunarlaust fyrir sig gegn höfuðandstæðnum, nasisminn gegn kommúnismanum og kristallaðist í seinni heimsstyrjöldinni í baráttu þessa hugmyndakerfa. Ekki má gleyma þriðja hugmyndakerfinu, lýðræðislega markaðshyggjukerfinu sem spilaði aukahlutverki í átökunum. Tugir milljónir manna féllu á austurvígstöðvunum samanborið við eina milljón á vesturvígstöðvum sem urðu til í júní 1944.

Stofnað var til óheilagt bandalag milli vestrænna lýðræðisríkja og kommúnistastjórn Jósep Stalíns 1941 sem rétt lifði heimsstyrjöldina af og svo var skollið á kalt stríð. Milljónir manna voru skyldir eftir á valdi alræðisríkis Sovétríkjanna í Austur-Evrópu og margir búsettir þar, segja að seinni heimsstyrjöld hafi ekki lokið fyrr en með falli Sovétríkjanna 1991 og frelsun íbúanna þar.

Niðurstaða heimsstyrjaldarinnar var afgerandi. Eitt af þremur hugmyndakerfunum, nasisminn/fasisminn féll og hefur ekki verið endurvakið. Mikið uppgjör átti sér stað við áhangendur þessarar stefnu og hugmyndafræðigrundvöll hennar.  Kommúnisminn vann og hélt velli. Ekkert uppgjör átti sér stað við kommúnismann og hefur enn ekki átt sér stað nema að litlu leiti.  Aleksandr Solzhenitsyn kom með bók sína um gúlagið, Gulag eyjaklasinn, sem hafði áhrif og nú gat enginn virtur fræðimaður með sanni lofsamað Stalín og stalínismann/kommúnismann. En almennngur veit lítið.

En mörkin, hvað telst vera eðlilegt og rétt í umræðinni, eru enn óljós hjá sósíalistum. Það er alveg ljóst að það er tabú að tala um kynþáttahyggju nasista og hygla henni, ekki nokkur maður sem vill láta telja sig gildan í umræðunni, heldur henni fram síðan lok seinni heimsstyrjaldar. En þessi mörk eru ekki ljós hjá marxistum, enda ekkert afgerandi uppgjör átt sér stað eins og áður sagði.

En einmitt vegna þess hve marxisminn er lævís og ekkert uppgjör hefur átt sér stað, þá hefur hann auðlast endurnýjaða daga í ný-marxisma sem boðar baráttu hópa og sjálfsmyndarpólitík. Þess vegna geta hreyfingar eins og Antifa komið fram og boðað ofbeldi í nafni hópa og talað um kúgara og hinna kúguðu (hópar í stað stétta).

Hvenær verður fólki ljóst að stefna sem byggir á ofbeldi í formi óeirða og niðurrif, á sér enga framtíð? Stefna sem ræðst á tjáningarfrelsi andstæðinganna (í nafni baráttu gegn hatursorðræðu), boðar afboðunarpólitík/sniðgöngupólitík (cancelling culture) og beitir ofbeldi, á engan rétt á sér og almenningur, verður að rísa upp og berjast gegn slíkum hreyfingum? Þögn er ígildis samþykkis, þótt hún sé hugsuð á annan hátt. Það er enginn hlutlaus; hlutleysi er í sjálfu sér afstaða.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR