Járnbrautalestir á Íslandi

Sú er hugmynd margra Íslendinga að járnbrautir hafi ekki verið hluti af íslenskum veruleika.  Það er ekki alls kostar rétt, því að tvisvar sinnum í Íslandssögunni hafa járnbrautalestir gengið eftir lestarteinum á Íslandi. 

Aðeins ein járnbrautarlest ofanjarðar hefur verið lögð og var það fyrir framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn á árunum 1913 til 1917. Það var eimreið sem gekk milli Öskjuhlíðar og niður á strönd þegar framkvæmdir stóðu yfir við Reykjavíkurhöfn. Árið 1928 var hætt að nota hana og síðustu teinarnir voru fjarlægðir á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

Önnur járnbrautalestaleið, með fleiri en eina járnbrautalest, var lögð neðanjarðar þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð. Bygging virkjunarinnar á árunum 2003 til 2007 er ein umfangsmesta framkvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi.

Göngin eru tugir kílómetra á lengd og lestir voru notaðar til flutninga á framkvæmdatímanum. Að honum afstöðnum var ein lestin skilin eftir við Végarð og er nú orðin skemmtilegur safngripur.

Það fer ekki mörgum sögum af slysum tengdum járnbrautum. Það varð frétt þegar lestarslys varð í aðgöngum við Kárahnjúkum í desember 2005. Segir svo að tveir farþegar hafi slasast þegar tvær lestir skullu saman í aðgöngum tvö við Kárahnjúkavirkjun um morguninn 2. desember klukkan 10:30, að sögn Ómars R. Valdi­mars­son­ar, tals­manns verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Impreg­i­lo.

Járnbrautarlest merkt ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo stendur í hlaðinu við félagsheimilið Végarð í Fljótsdal. Þar hefur Landsvirkjun starfrækt sýningu fyrir þá sem um svæðið fara og vilja kynna sér Fljótsdalsvirkjun,

Mynd: Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hér lestinn í aðgöngum, djúpt neðanjarðar. Segja má að þetta hafi verið fyrsta neðanjarðarlestaleið Íslands!

Heimild: 15. júní 2014, mbl.is  og Wikipedia

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR