Hyundai ætar að aðstoða Uber við að innleiða fljúgandi leigubíla

Uber hefur í hyggju að taka í notkun fljúgandi leigubíla árið 2023 og losna þannig við umferðarhnúta á jörðu niðri. Uber hefur fengið bílaframleiðandann Hyundai í lið með sér sem mun sjá um framleiðslna á bílunum. 

Þetta upplýsti Hyundai síðast liðinn þriðjudag á bílasýningu sem haldinn er í Las Vegas. Þessi fljúgandi bíll sem Hyundai ætlar að framleiða fyrir Uber verður rafdrifinn af gerðinni S-A1 og rúmar fjórar persónur.

Farartækið á að geta flogið 290 kílómetra hraða á klukkustund. Reiknað er með að til að byrja með þurfi bíllinn bílstjóra/flugmann en með tímanum á hann að þróast út í það að vera sjálfvirkur og án flugmanns.

Uber tilkynnti einnig að fyrst um sinn yrðu bílarnir prófaðir í borgunum Melbourne í Ástralíu og í Dallas og Los Angeles í Bandaríkjunum. Prófanir á bílnum hefjast strax á þessu ári. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR