Hvernig er herafli bandaríska hersins samansettur?

Hvernig er samsetning bandaríska heraflans? Í stuttu máli má segja að hann saman stendur af sex einingum eða hergreinum: Flugherinn (Air Force), landherinn eða bara herinn (Army), landhelgisgæslan (Coast Guard), landgönguliðið (Marine Corps) sjóherinn (eða herflotinn – á ensku Navy) og nýjasta hergreinin er geimherinn (Space Force).

Hermenn eða þeir sem starfa fyrir heraflann, má skipta í þrjá flokka: virkir og skyldubundnir (hermenn og sjóliðar í fullu starfi), varasveitir og varnarliðsmenn  (vinna venjulega borgaraleg störf, en hægt er að kalla þessa aðila til herþjónustu í fullt starf). Og auðvitað eru það milljónir fjölskyldumeðlima og vina hermanna sem tengjast hernaðarstarfsemina á einhvern hátt.

Hver er yfirmaður þessara sex hergreina?

Forseti Bandaríkjanna er æðsti yfirmaður Bandaríkjahers og er jafnframt sá sem er ábyrgur fyrir allar lokaákvarðanir. Varnarmálaráðherra ræður yfir hernum og hverja grein fyrir sig – nema landhelgisgæsluna, sem er undir stjórn Heimavarnaröryggisráðuneyti (Department of Homeland Security). Það eru yfir tvær milljónir borgaralegir starfsmenn og hermenn sem eru undir stjórn varnarmálaráðuneytisins sem gerir það að ,,stærsta fyrirtæki“ Bandaríkjanna.

Hverjar eru greinar heraflans?

Hver grein heraflans hefur sitt einstaka verkefni innan alls verksviðs bandarískt þjóðaröryggiskerfi. Til viðbótar þessum sex greinum heraflans, þá þjóna herinn og Flugþjóðvarðliðið (Air National Guards) einnig sínum eigin aðgerðum. Hér er samantekt:

Flugherinn og varasveitir flughersins (Air Force and Air Force Reserve):

Sjá um loft- og geimvarnir. Aðal verkefni bandaríska flughersins er að fljúga flugvélum, þyrlum, dróna og reka gervihnetti. Í raun að reka alla þann tækjabúnað sem flýgur um himininn og geiminn en það síðarnefnda verkefni fer til geimhersins.

Flugþjóðvarðliðið (Air National Guard):

Flugþjóðvarðliðið í raun ekki hluti af virka bandaríska flughernum. Þjóðvarðliðið (allar greinar) starfar fyrir ríkisstjóra viðkomandi ríkis þar sem það gegnir þjónustu.

Landher og varasveitir landher (Army and Army Reserve):

Ríkjandi hereining á landi. Landherinn fer yfirleitt inn á svæði, tryggir það og tryggir lög og reglu áður en hann fer. Hann verndar einnig bandarískar herstöðvar og eigur um allan heim.

Army National Guard: Landþjóðvarðliðið (Þjóðvarðliðið)

Þjóðvarðlið hersins er elítuhópur stríðsmanna sem helga hluta tíma sinnar til að þjóna þjóð sinni. Hvert ríki hefur sitt eigið þjóðvarðlið, líkt og krafist er í stjórnarskránni; raunar er það eina grein heraflans sem raunverulega er krafist er í henni.

Landhelgisgæslan og varasveitir Landhelgisgæslunnar (Coast Gurard and Coast Guard Reserve):

Hlutverk Landhelgisgæslunnar er fyrst og fremst  að hafa eftirlit með eigin landhelgi. Landhelgisgæslan stundar björgunarstörf, löggæslu, varnir gegn eiturlyfjasmygli og sjá til þess að flutningar og önnur sjóumferð gangi greiðlega fyrir sig.

Landgönguliðið og varasveitir Landgönguliðs (Marine Corps and Marine Corps Reserve):

Landgönguliðið er þekkt sem bandarísku hrað- og viðbragðssveitirnar. Landgönguliðarnir eru þjálfaðir í að berjast á sjó og landi og eru venjulega fyrstu „stígvélin á jörðinni.“ Landgönguliðar eru þekktir sem hörðustu stríðsmenn heims.

Sjóherinn og varasveitir sjóhersins (Navy and Navy Reserve):

Sjóherinn sinnir verkefnum sínum fyrst og fremst á sjó, en einnig í lofti og á landi. Hann tryggir og verndar úthöfin um allan heim og á að tryggja frið og stöðugleika fyrir sjóferðir og flutninga.

Geimflotinn (Space Force):

Nýja grein heraflans, bandaríska geimflotinn, var lögsett og hóf störf í desember 2019. Nú er geimflotinn ekki kominn með varalið. Sjötta grein heraflans, geimflotinn, er enn í þróun og mun vera í nokkurn tíma þar sem margar endanlegar ákvarðanir eiga eftir að vera teknar, þar á meðal einkennisbúninga, staðsetningar herstöðva og jafnvel ráðningar.

Hvar eru þessi herafli staðsettur?

Bandaríkin eru með starfstöðvar í yfir um 100 löndum, þar á meðal Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Barein, Brasilíu, Suður-Kóreu, Ástralíu, Afganistan, Írak, Japan, svo einhver lönd séu nefnd.

Heimild: Military.com   

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR