Eitt af meginhlutverkum forseta Íslands er að vera sameiningartákn og skjöldur Íslands er hættu- og óvissutímar ber að höndum. Hann er kosinn beint af fólkinu, og forsetakosning er eina dæmið um beint lýðræði á Íslandi og persónukjör. Forsetinn situr því í beinu umboði þjóðarinnar og hann er bæði í senn verndari þjóðarinnar og n.k. dómari gagnvart löggjafarvaldinu, því að hann getur sett umdeild lög í vald þjóðarinnar.
Á óvissu- og hættutímum, ber forsetanum að vera sýnilegur og hann á að vera nokkurs konar sálusorgari, huggja og hvetja þjóðina áfram á erfiðum tímum. Engin opinber yfirlýsing og ávarp forseta Ísland kom þegar COVID-19 faraldurinn hófst en þegar samkomubannið var sett á hefði verið kjörið tækifæri fyrir Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, að koma fram í formlegu sjónvarpsávarpi og ávarpa þjóðina.
Það hefði verið kærkomið að fá a.m.k. ,,Guð blessi Ísland“ ávarp og hvatingaræðu. Allir leiðtogar telja þetta vera góða leið til að koma á samstöðu í þjóðfélaginu og vera sína helsta skylda. Frægar hvatingaræður lifa um aldur og ævi. Frægar voru ræður Winston Churchill á stríðsárunum og þær komu ávallt þegar ákveðin tímamót voru framundan eða voru að gerðast þegar ræðurnar voru haldnar.
Frægt var ávarp Hermanns Jónassonar forsætisráðherra 1940, en þá voru Íslendingar ekki búnir að fá forseta, þegar Ísland var hernumið. Hann hvatti landsmenn til að líta á bresku hermennina sem gesti og ástandið væri bara tímabundið.
Önnur fræg ræða og nær okkur í tíma er ræða Geir H. Haarde forsætisráðherra, þegar fjármálakreppan skalla á Ísland 2008. Hún ber heitið ..Ávarp forsætisráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.“ Grípum í upphaf og endir ræðunnar.
,,Góðir Íslendingar.
Ég hef óskað eftir því að fá að ávarpa ykkur á þessari stundu, nú þegar miklir erfiðleikar steðja að íslensku þjóðinni. Heimsbyggðin öll gengur nú í gegnum mikla fjármálakreppu og má jafna áhrifum hennar á bankakerfi heimsins við efnahagslegar hamfarir….Ræðan endar svona: ,,Verkefni stjórnvalda á næstu dögum er skýrt: að koma í veg fyrir að upplausnarástand skapist, ef íslensku bankarnir verða óstarfhæfir að einhverju marki. Til þess hafa stjórnvöld margvísleg úrræði og þeim verður beitt. Á hinum pólitíska vettvangi, jafnt sem annars staðar, er mikilvægt að slíðra sverðin við þessar aðstæður. Miklu skiptir að við sýnum bæði stillingu og yfirvegun þá erfiðu daga sem nú fara í hönd, látum ekki hugfallast og styðjum hvert annað með ráðum og dáð. Á þann hátt, með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu að vopni, munum við standa storminn af okkur…..Guð blessi Ísland.“
Þessi ræða var flutt í beinni útsendingu í sjónvarpi en hún fer í sögubækurnar vegna innihaldsins en einnig vegna hvatingarinnar sem kemur þar fram.
Þetta vantar hjá forseta vorrum, að vera viti í myrkrinu. Ekki nægir að senda út tilkynningar til heilbrigðisstarfsmanna eða annarra, heldur þyrfti forsetinn að koma fram reglulega og tala við þjóðina. Ef ekki núna, hvenær þá?