Hvalur h.f. fær farbann á skip Greenpeace

Rainbow Warrior, skip Greenpeace-samtakanna, kom til Íslands í júní byrjun 1979. Tilgangurinn var að hindra hvalaveiðar Íslendinga og vekja landsmenn til umhugsunar um nauðsyn á vernd stofnsins. Að þessu sinni voru Greenpeace-menn betur búnir en áður, því þeir höfðu hraðbáta um borð til að sigla í veg fyrir hvalbátana, en Rainbow Warrior gengur allt of hægt til þess. Þann 19. júní var lagt farbann á skipið þar til lögbannsúrskurður hefði verið kveðinn upp að kröfu Hvals h.f. Er Rainbow Warrior hélt úr höfn næsta dag var varðskip látið hindra för þess og draga til Reykjavíkur, er skipverjar neituðu að hlíta fyrirmælum þar um. 

Heimild: Bókin Árið 1979.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR