Donald J. Trump Bandaríkjaforseti hefur lengi sakað forvera sinn í starfi, demókratann Barack H. Obama, um saknæmt athæfi, og nú hefur sú staðhæfing fengið nýtt nafni: Obamagate.
Hún gengur í stutu máli út á að embættismenn Obama, á síðustu dögum hans í embætti (frá úrslit forsetakosninganna í nóvember 2016 til janúar 2017), hafi gert samsæri um að leiða þjóðaröryggisráðgjafa Trumps, Michael Flynn, í gildru. Þetta hafi verið hluti af stærra samsæri um að gera forsetaembættið undir stjórn Donalds Trumps óstarfhæft frá fyrsta degi. FBI gaf út ákæru á hendur Michael Flynn og hefur hann verið í málaferlum allar götur síðan.
Samsæriskenningin öðlaðist nýtt líf eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið, í dramatískum umsnúningi, lét sakamálið gegn Flynn falla niður og sagði að FBI hafi ekki verið í neinum rétti til þess að rannsaka hann vegna samtala sinna árið 2016 við fyrrverandi sendiherra Rússlands í Washington. Dómarinn í málinu neitaði hins vegar að láta málið falla niður, sem er einstætt en venjulega hefur og flytur saksóknari sakamál fyrir dómstólum. Nú hefur verið úrskurðað að dómarinn hafi farið út fyrir valdsvið sitt en hann hefur löngum þótt verið hliðhollur demókrötum.
Sem hluti af endurmati þess á Flynn-málinu sendi dómsmálaráðuneytið frá sér flóð af gögnum sem varpa ljósi á áður óþekktar umræður stjórnvalda Obama vegna máls Flynns. Það leiddi til þess að Trump fullyrti að Flynn hefði verið ólöglegt skotmark og að ákvörðunin um að rannsaka hann færi alla leið upp til fyrri forseta, Barrack Obama.
„Langstærsti pólitíski glæpur í sögu Bandaríkjanna hingað til!“ sagði Trump sagði í einni af hrinu tísta í maí mánuði og var þar að vísa til Obamagate.
Í stuttu máli, hassmerki „Obamagate“ fór á flug og gaf gömlum samsæriskenningum nýjan ívafa.
Aðspurður um að lýsa meintum glæpum Obama sagði Trump í maí að „einhverjir hræðilegir hlutir hafi gerst og það ætti aldrei að vera leyft að gerast í okkar landi.“ Hann spáði frekari upplýsingagjöfum á næstu vikum.
Obama er eftirlætis skotmark árása Trumps. Trump kynti undir hitann á forveri sínum eftir að Obama, í leknum athugasemdum við fyrrum embættismenn í stjórn hans, réðst á þá ákvörðun dómsmálaráðuneytisins um að taka Flynn af króknum og sagði að „réttarríkið væri í hættu.“
Með því að koma með nýjar ásakanir á hendur fyrrum forseta leitast Trump einnig greinilega við að bendla andstæðingi sínum í haust, varaforseta Obama, Joe Biden, við málið.
Uppruni Obamagate
Kjarni málsins er að Obamagate – málið er gömul ásökun sem hefur fengið nýtt nafn.
Strax í mars 2017 fullyrti Trump að Obama hefði haft ólögmætan hlerun í húsakynnun sínum í Trump turninum í forsetakosningunum 2016 og bar saman meint eftirlit við Watergate hneykslið á tímum Nixon. Árið eftir hélt Trump því fram að FBI hefði plantað uppljóstrara inni í herferð sinni undir samsærisnafninu „Spygate.“
Helsta ásökunin í Obamagate er sú að hinn fyrrverandi forseti hafi stýrt rannsókninni á Flynn, jafnvel þó að FBI hefði enga lögmæta ástæðu til að rannsaka þriggja stjörnu hershöfðingjann Michael Flynn, sem var einu sinni demókrati, starfaði sem æðsti yfirmaður leyniþjónustumálar Obama-stjórnarinnar áður en hann var þvingaður úr starfi og batt túss sitt síðar við stjórn Trumps.
Flynn var rannsakaður tvisvar á árunum 2016 og 2017, fyrst sem hluti af rannsókn FBI vegna meintra tengsla Trump-forsetaframboðsins við Rússland, og síðar yfir röð samtala sem hann átti við þáverandi sendiherra Rússlands í Washington, Sergey Kislyak, þar sem hann ráðlagði Rússar að hætta við hefndaraðgerðir vegna refsiaðgerða stjórnar Obama – sem er nokkuð sem gefur í skyn að Trump myndi ,,mýkja“ þá þegar hann væri kominn í embætti.
Fundur í sporöskjulagaða skrifstofuherbergi Bandaríkjaforseta
Kjarninn í Obamagate samsæriskenningunni er fundur sem var haldinn í sporöskjulöguðu skrifstofunni, milli Obama og þjóðaröryggissveitar hans 5. janúar 2017, aðeins 15 dögum áður en Trump tók við embætti.
Fundurinn kom daginn eftir að FBI lagði formlega til að loka rannsókn á grunuðum tengslum Flyns við Rússa áður en stofnunin ákvað að halda því opnu eftir að hafa fræðst um hleruð símtöl hans við Kislyak.
Æðstu yfirmenn leyniþjónustunnar kynntu Obama niðurstöður sínar um meint rússnesk afskipti af forsetakosningunum. Í lok fundarins bað forsetinn James Comey, yfirmann FBI, og Sally Yates, aðstoðar dómsmálaráðherra, að sitja eftir. Með á fundinum var Joe Biden varaforseti og Susan Rice, þjóðaröryggisráðgjafi.
Yates sagði frá í yfirheyrslu árið 2017 við lið sérstaks saksóknarans Robert Mueller, byrjaði Obama á því að segja „hann hafði fengið upplýsingar um Flynn og samtöl hans við Kislyak varðandi refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi.“
Þetta voru fréttir fyrir Yates sem var næðst æðsti embættismaður dómsmálaráðuneytisins sem hafði umsjón með FBI en ekki hafði verið sagt frá því.
Eins og Comey sagði síðar við leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings, gerði hann John Brennan, framkvæmdastjóra CIA viðvart um leið og hann frétti af Flynn símtölunum. Brennan lét á móti Obama vita af málinu.
Yates og Rice sögðu síðar frá því sem Obama sagði á fundinum. Að sögn Yates, þótt Obama sagðist ekki vilja fá nákvæmar upplýsingar um rannsóknina, spurði hann „hvort Hvíta húsið ætti að meðhöndla Flynn á annan hátt“ á þeim dögum sem eftir voru í stjórninni.
Yates gat ekki rifjaði upp svar Comey við spurningunni. Í tölvupósti til sín sjálfs á síðasta degi Obama í embætti minntist Rice á að Obama ítrekaði á fundinum að „löggæsluteymi okkar þurfi að halda áfram eins og venjulega samkvæmt bókinni.“
Yates og aðrir fyrrum embættismenn hafa varið rannsókn Flynn. Samt sem áður, er það staðreynd að fundur Hvíta hússins kom daginn eftir að FBI var að undirbúa að lokun rannsóknarinnar á Flynn og Obama var meðvitaður um símtöl Flynns til Kislyak, hefur orðið til þess að Trump, en einnig hægri sinnaðir fréttaskýrendur og lögfræðingar Flynn, fullyrða að rannsóknin sem hófst að nýju, myndaði samsæri gegn Trump sem náði til efstu laga stjórnsýslu Obama.
„Svo að þetta var allt var skipulagt og sett upp innan FBI, (fyrrum forstjóra FBI, James Comey), með Clapper, Brennan og á fundinum í forsetaherberginu með Obama forseta,“ sagði Sydney Powell, lögmaður Flynn, í viðtali við Fox News.
Nýlega aflokkuð skjöl FBI, sem afhent hafa verið lögfræðingum Flynn, gefa samsæriskenningunni byr undir báða vængi.
Í einni handskrifaðri athugasemd velti yfirmaður FBI því fyrir sér hvort markmiðið með viðtölum við Flynn vegna símatala sinna við rússneska sendiherrans væri að „láta reka hann“ eða ,,fá hann til að ljúga.“ Þess geta að samtölin við Flynn fóru fram á óformlegum fundum og Flynn vissi aldrei að hann væri hugsanlegur sakborningur. Hann hélt að hann væri að fá upplýsingar um stöðu leynimála frá fyrri ríkisstjórn enda nýr í starfinu.
Afhjúpun Flynns
Samsæriskenningin Obamagate nærist á annarri ásökun: Pólitískt hvatningu um að afhjúpa persónuna Flynn á aðlögunartímabili Trumps stjórnarinnar.
Bandarískir leyniþjónustumenn „hylja“ reglulega persónu bandarískra einstaklinga sem samskiptum þeirra er fyrir tilviljun safnað við upplýsingaöflun um erlenda embættismenn. Samtöl Flyns við Kislyak heyrðust greinilega við venjulega hlerun á símtölum Kislyaks.
Viðurkenndir þjóðaröryggisfulltrúar sem reyna að skilja undirliggjandi upplýsingaöflun geta beðið þjóðaröryggisstofnunina um að upplýsa hver þessi persóna er eða auðkenni henni.
Þetta er algeng venja. En Trump og bandamenn hans hafa löngum sakað fyrrum embættismenn Obama um að ólöglega greina frá deili á Flynn í pólitískum tilgangi. Til þess bendir óeðlilegar beiðnir um ,,afhjúpun“ margra embættismanna á lokadögum stjórnar Obama.
Richard Grennell, náinn bandamaður Trump sem gegnir starfi forstöðumanns þjóðarleyniþjónustunnar, birti nöfn fleiri en tylft embættismanna Obama sem óskuðu eftir því að komast að auðkenni (persónu) Flynns á síðustu vikum Obama- stjórnarinnar.
Listinn hefur að geyma streng stjórnarmanna Obama sem Trump hefur lengi litið á sem óvini sína – John O. Brennan, fyrrum forstjóra CIA, James Clapper, einnig fyrrum forstjóri CIA og James Comey, fyrrum forstjóri FBI.
Horfur á rannsókn
Síðan hann byrjað að ræða Obamagate hefur Trump verið að þrýsta á repúblikana á þingi til að rannsaka Obama. Það er mjög ólíklegt að horfur séu á því.
„Ef ég væri öldungadeildarþingmaður eða fulltrúardeildarþingmaður, þá er það fyrsta manneskjan sem ég kallaði til að vitna um stærsta pólitíska glæpi og hneyksli í sögu Bandaríkjanna, sjálfur Obama,“ sagði Trump í tvísti. “Hann vissi ALLT. Gerðu það @ LindseyGrahamSC, gerðu það bara. Ekki meira herra góði karlinn. Ekki meira tal!” Trump tístaði.
En Lindsey Graham, formaður laganefndar öldungadeildarinnar, segist ekki hafa áhuga á að draga Obama fyrir þing. „Ég held að ekki sé kominn tími til að gera það,“ sagði Graham við Politico. „Ég veit ekki hvort það er jafnvel mögulegt.“
En Graham hét því að kalla til embættismenn Trump-stjórnsýslunnar þar sem nefnd hans kannar uppruna rannsóknar Trump-Rússlands.
Biden og aðrir demókratar vísa Obamagate fyrir sitt leyti til ,,blygðunarlausrar tilraunar“ Trumps til að beina athyglinni frá vaxandi gagnrýni á meðferð hans á kórónuveirufaraldrinum.
Hér má lesa aðra grein um Michael Flynn málið: https://skinna.is/wp-admin/post.php?post=3540&action=edit