Halldór Laxness orðaður við forsetaframboð 1965

Árið 1965 komst sá orðrómur á kreik að Halldór Laxness hefði hugsað sér að bjóða sig fram til forseta Íslands til að „stoppa amerísk áhrif.“ Á þessum árum var mjög deilt um veru ameríska hersins í Keflavík og töldu margir menntamenn sem voru á vinstri kanti stjórnmálanna að vera hersins hefði mjög skemmandi áhrif á íslenska menningu. Það merkilega var að fyrst er greint frá hugsanlegu forsetaframboði nóbelsskáldsins í dönsku blaði. Af því tilefni hafði danska blaði Information samband við Laxnes og innti hann eftir hvað hæft væri í umfjöllun danska blaðsins, Land og folk, um að hann væri að fara í framboð.

Fréttaritari dagblaðsins Tímans í Kaupmannahöfn sendi þýðingu á viðtali Information við Laxnes um málið í júli 1965. 

Pistilinn hefst á þessum orðum:

Í gærkvöldi ræddi danska blaðið Information við Halldór Kiljan Laxness í teilefni af greininni í Land og folk á sunnudaginn, þar sem talað var um Laxness sem væntanlegt forsetaefni. 

-Hafið þér löngun til þess að verða forseti, Halldór Laxness, spyr Information.

– Nei, hvers vegna skyldi mig langa til þess.

-Land og folk skrifar að sterk öfl og stór hópur manna umhverfis einn stjórnmálaflokk, sem vilji stöðva amerísk áhrif, vilji bjóða yður fram í næstu kosningum.

-Enginn hefur beðið mig um þetta. Hugmyndin er hrein fjarstæða. Hvernig á ég að geta tekið afstöðu til einhvers sem ég hef aldrei heyrt um áður? Hvers vegna ætti það einmitt að vera ég? Hvernig dettur manni svona fjarstæða í hug?

– Þér gætuð unnið gegn auknum amerískum áhrifum?

-Nú gæti ég það? Ég veit ekkert um amerísk áhrif. Ég bý hérna úti á landi. Það hefur ekkert verið skrifað um þetta í blöðunum okkar hérna. Þetta hlýtur að vera eitthvað, sem fólk hefur dreymt þarna í þvergötu drottningarinnar, segir Halldór Laxness meðal annars í vitalinu. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR