Hagkerfið getur ekki beðið…

Jens G. Jensson skrifar: Vísir.is birtir samantekt á viðtali við Menntamálaráðherra Framsóknarflokksins Lilju Alfreðsdóttur. Lilja rekur í viðtalinu nauðsyn “Hagkerfisins” fyrir innspýtingu, sem einungis sé hægt að fjármagna með sölu eigna, Íslandsbanka. Sé það ekki gert, muni “hagkerfið” fara inn í lægð og samfélagið stefna í atvinnuleysi og samdrátt, með kjaraskerðingum almennings sem afleiðingu. Hér vill Lilja, og Framsóknarflokkurinn bregðast við með verulegri innviðauppbyggingu til að brúa bilið yfir hina væntanlegu lægð.

Í viðtalinu kemur einnig fram samanburður á hagkerfi Íslands og hagkerfum nokkurra viðskiptalanda. Þar ber hæst, mismunur á vaxtastigi og gríðarlegur mismunur á menntunarsamsetningu. Þar er bent á að verkmenntun á Íslandi er um eða undir þriðjungur af útskrifuðum nemendum, en sé helmingur í Noregi og tveir þriðju í Finnlandi. Einnig að erfiðleikar ungs fólks til að koma sér þaki yfir höfuðið séu miklir og að barna og fjölskyldumálaráðherra Framsóknar sé með frumvarp í smíðum sem á að bæta úr því, með auðveldum lántökum. 

Það sem ekki kemur fram í viðtalinu, er hvort “hagkerfið” sé að einhverju leyti gallað, heldur virðist gengið út í frá að það sé gallalaust, allavega ekki gerðar neinar tillögur um lagfæringar, né aðrar kröfur gerðar til “hagkerfisins”  en að það haldi áfram á sinni braut.

Með öðrum orðum, að kynda undir meingölluðu hagkerfi til að örva og viðhalda þenslu, og koma í veg fyrir vöxt.

Það eru þeir sem eru á annarri skoðun og byggja á staðhæfingum, sem einmitt koma fram í þessu viðtali. “Hagkerfi” samfélagsins er byggt á samfélagsstoðum þar sem einungis þriðjungur eða minna öðlast verkmenntun. Þeir sem eru á annarri skoðun staðhæfa að það sé afleiðing af þöndu hagkerfi. Ekki val ungs fólks, heldur flótti úr annars arðbærri atvinnugrein. Hagkerfið sé búið að útvista iðn og verkmenntun til láglaunasvæða, eins og það verði engin þörf á verkmenntuðu fólki til framtíðar. Efasemdarfólkið telur líka að þeir sem velji og ljúki verkmenntun flytji í miklum mæli frá landinu,  þar sem ekki er pláss né tækifæri fyrir sjálfstæðan rekstur, fyrir “hagkerfinu.”  Sem er búið að sölsa undir sig meginhluta allra framkvæmda og sérhæfir sig í láglauna vinnuafli flutt inn frá láglaunasvæðum. Séreinkenni hins heilbrigða “hagkerfis” þar sem fjöldi sjálfstæðra verktaka byggðu íbúðarhúsnæði fyrir jafnmarga kaupendur og íbúðir byggðar er horfið. “Hagkerfið” hefur olnbogað þessu séreinkenni burt og komið á stórvirku “hagkerfi” sem byggir heilu hverfin fyrir fáa kaupendur, sem selja síðan aftur eða leigja til þeirra sem þurfa nú hjálparhönd til að standa undir kostnaðinum, með auknum lánamöguleikum. Sem nú á að fjármagna með að selja eigur þeirra, Íslandsbanka, til að lána eigendunum andvirðið til húsnæðiskaupa og innviðauppbyggingar.

Efasemdarfólkið sér líka samsetningu og gerð hagkerfis, sem hefur breikkað bil launa og afkomu meira en þekkst hefur, en þó sérstaklega þrýst niður launum fyrir grunnþjónustu við eldri og unga. Efasemdarfólkið sér hagkerfi samfélags, sem ekki er í standi til að sinna grunnþörfum nema með innfluttu vinnuafli frá láglaunalöndum. Efasemdarfólkið telur það alvarleg sjúkdómseinkenni, sem varði viðnámsþrek hagkerfisins til að standast sveiflur, hagkerfi sem standi á brauðfótum og geti ekki viðhaldið sér sjálft í gegnum öldudali nema með hjálp samfélagsins.

Með öðrum orðum, að kynda undir meingölluðu hagkerfi til að örva og viðhalda þenslu, og koma í veg fyrir vöxt.

Efasemdarfólkið telur að Framsókn í núverandi ríkisstjórn sé nægilegur verndari “Hagkerfisins.” Framsókn sem einu sinni var framvörður samvinnu og byggðastefnu. En lætur nú nægja að tala um það á sunnudögum og fyrir kosningar. Með þrjá ráðherra í núverandi ríkisstjórn. 

Samgönguráðherra sem verndar landsbyggðina með vegatollum og samþjöppun bújarða á fáar hendur “Hagkerfisins.” 

Barna og fjölskylduráðherra, (jafnan nefndur velferðarráðherra, en tilvitnun úr viðtalinu) sem nú vill vernda “Hagkerfið” gegn samdrætti með aukafjármögnun íbúðarhúsnæðis. En stendur fast í lappirnar við verndun sama “hagkerfis” gegn innsýn í kaup á þúsundum íbúða úr samfélagseigu, fjármagnaðar með sjóðum samfélagsins. Ásamt að hjálpa “hagkerfinu” með áframhaldandi kaupum á samfélagslegu íbúðarhúsnæði án auglýsinga. 

Menntamálaráðherra sem hefur eftir þriggja ára setu, með fjölda aðstoðarmanna komið auga á að menntasamsetning samfélagsins sé ekki ákjósanleg, en svo virðist sem aðstoðarmönnum hennar hafi misfarist að útskýra fyrir henni, hvort kom fyrst, hænan eða eggið. Hvort menntunarsamsetningin sé orsök á eða afleiðing af meingölluðu hagkerfi, “sem getur ekki beðið”

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR