Hætta við að flagga fyrir afmæli prinsins

Bresk yfirvöld þurfa ekki lengur að flagga á afmælisdegi Andrew prins, segir í frétt The Guardian.

Yfirvöld telja það óviðeigandi að heiðra prinsinn með því að flagga fyrir afmælisdegi hans eftir að hann ákvað að draga sig í hlé frá opinberum störfum fyrir hirðina í kjölfar þess að vera bendlaður við barnaníðinginn Epstein.

Hvort skyldi flagga hefur vafist fyrir breskum yfirvölum um nokkra hríð. 

Nú er komin niðurstaða og hún er sú að ekki sé tilefni til þess, vegna þess að prinsinn hefur dregið sig í hlé.

Málið komst í umræðuna í Bretlandi þegar breska blaðið The Sun lak tölvupósti sem sendur var til breskra stofnanna þar sem mælst var sérstaklega til þess að flaggað yrði á 60tugs afmæli prinsins þann 19. febrúar. Þetta virðist hafa farið fyrir brjóstið á almenningi og hafa yfirvöld nú snúið ákvörðun sinni við eftir neikvæð viðbrögð almennings þar í landi með hana.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR