Hin öfga- og ofbeldisfullu NO BORDERS samtök boða til mótmælafundar í dag til stuðnings hælisleitendum, fjölskyldu frá Egyptalandi, sem verið hefur í fréttum undanfarið og vísa á úr landi. Fjölskyldufaðirinn er yfirlýstur meðlimur í öfgasamtökum sem kallast Bræðralag múslíma og hafa það á stefnuskrá sinni að gera Egyptaland að klerkaveldi líkt og Íran. Undir stjórn klerkastjórnarinnar í Íran viðgengs kvenhatur og samkynhneigðir hafa verið teknir opinberlega af lífi.
Mótmælin eiga að fara fram við ráðherrabústaðinn en ríkisstjórnin mun funda þar fyrir hádegi.
NO BORDERS samtökin eru þekkt fyrir ofbeldisfull mótmæli og viðbúið að lögreglan muni hafa nokkurn viðbúnað við ráðherrabústaðinn á eftir. Samtökin hafa hvatt mótmælendur til að láta dómsmálaráðherrann sérstaklega heyra það þegar hann mætir til fundarins í ráðherrabústaðnum.