Friður framundan í Afganistan?

Trump forseti tilkynnti á föstudag að Mike Pompeo, utanríkisráðherra, muni verða vitni að undirritun friðarsamkomulags við Talibana sem hluta af átaki til að koma þúsundum bandarískra hermanna heim frá stríðinu í Afganistan sem hófst eftir 11. September 2001.

„Fyrir tæpum 19 árum fóru bandarískir hernmenn til Afganistans til að reka út hryðjuverkamennina sem voru ábyrgir fyrir árásunum 9/11. Á þeim tíma höfum við tekið miklum framförum í Afganistan en með miklum kostnaði fyrir hugrakka herfólks okkar, bandarísku skattgreiðendurna og íbúa Afganistans“, sagði Trump í yfirlýsingu og sagði jafnframt:. „Þegar ég sóttist eftir embætti lofaði ég Bandaríkjamönnum að ég myndi byrja á að koma hermönnum okkar heim og leitast við að binda endi á þetta stríð. Við erum að taka verulegar framfarir gagnvart því loforði. “

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR