Framúrstefnulegasti veitingastaður í heiminum er að fara opna um miðjan mars 2020, staður sem á sér enga hliðstæðu í heiminum.
GlacierFire er íslenskt drykkjarvörufyrirtæki með fjölbreyttar lúxus drykkjarvörur, sjá vefsíðu: www.glacierfire.is.
Meðal drykkjuvara má nefna vatn með margvíslegum bragðtegundum, tvær vodka tegundir (vodka red og vodka gold), gin, bjór tegundirnar Ale og IPA, límonaði í flösku, te, kaffidrykkir, kombucha, viskí, koníak, romm, tequila svo eitthvað sé nefnt en við höfum yfir 30 vörutegundir á boðstólnum.
Núna er stefnan að fylgja eftir drykkjarvörulínu fyrirtækisins með markaðsetningu og opna fyrsta Ice + Fries staðinn á Íslandi og í heiminum. Í kjölfarið fylgja opnanir í stórborgunum Berlín, París og Lissabon.
Hugmyndin að baki veitingastaðnum
Staðurinn flokkast undir ,,Fast casual dinning”. Þar sem gestir geta komið fengið sér kokteila, mat og keypt sér Glaciefire drykkjaföng.
Áhersla er lögð á íslenskan mat, með franskar kartöflur sem undirstöðu. Gestir geta borðað á staðnum eða tekið með sér heim.
Menning Íslands hefur mikil áhrif á matseðilinn, en einnig bakgrunnur eigenda og núverandi lína af framúrskarandi lúxus drykkjum. Hvoru tveggja mótar matargerðarlistina, sem mun koma sem stormssveipur inn á íslenska markaðinn um miðjan mars 2020.
Matseðilinn flokkast undir matarflokknum ,,Icelandic street food”. Þar er íslensk matarhefð er undirstaða, svo sem lambakjöt, kjúklingakjöt, nautakjöt, lundi, hreindýr, hvalkjöt, pylsur, hrútspungar og auðvitað ,,fish & chips“ sem allir elska en einnig margvíslegir vegan réttir.
Auðvitað er markmiðið hér að selja mat og drykki með matseðli sem færir ykkur bestu frönskurnar í borginni, en önnur áhersla verður á að laða að ferðamenn, sem og heimamenn með sérstakri matargerð og óvæntri mat og drykkjar upplifun úr íslenskum hráefnum sem eldað verður á afar sérstakan hátt.
Við sjáum fyrir okkur, að ungir sem aldnir, sem og ferðamenn geti fengið hér allsherja upplifun. Fyrir börn og fullorðina, þá getum við tekið eitt dæmið um frumleika, Volcano ís sem er svartur á litinn!
Lögð verður áhersla á að hafa kokteila og bjór á sem hagstæðsta verði og meðal því ódýrasta sem fæst í miðbænum.
Hjá okkur verðum við að sjálfsögðu með ,happy hour” frá þrjú að degi til, til sex að kvöldi, en í raun er verðið það ódýrt að í raun er um ,,happy hour” allan tímann.
Þar sem kokteilar og bjór eru á sem hagstæðustu verði og meðal því ódýrasta sem fengist í miðbæ, þá verður upplagt að hita sig upp fyrir næturlífið á Hafnartorgi og í hjarta borgarinnar. Opnunartími verður frá 11 að morgni til 11 að kveldi virka daga, en frá ellefu til eitt um nóttu um helgar.
Öll matarpöntun fer fram á rafrænum skjáum á vegg eða spjaldtölvum og gengið er frá pöntun og greiðslu áður en vara er sótt. Hægt er að nota PR kóða til að fá matseðill inn í síma eða panta úr símaappi.
Ice + Fries verður með svokallaðan ,,robotic bartender” sem við köllum ,,Toni”. En hann er vélmenni sem býr til til ljúffenga 46 kokteila úr drykkjarvöruúrvali Glaciefire en alls verður það 120 drykkjartegundir sem hann getur afgreitt.
Sjá hér tengil: http://www.glacierfire.is/ice&fries/index.php
Aibo sem er vélmennahundur mun leika sér við börnin. En hann er með gervigreind og leikur sér sér við börnin og þekkir nærumhverfi sitt. Hér er tengill á Aibo:
Svo má nefna að yfir hverju borði verður svokallaður ,,Sound doom”, en hann virkar þannig að um leið og sest er við borð, þá byrjar íslensk tónlist að spila í þægilegum tónstiga, en er þannig útbúinn að aðrir gestir sem standa fyrir utan borðið heyra ekkert. Þannig fá gestirnir næði.
Meðal nýjunga verður boðið upp á svokallaða dróna heimsendingu og fólk geti bókstaflega fengið flugsendingu heim til sín.
Einnig stendur til, með breyttum áfengislögum að senda vín heim í pósti til viðskiptavina um allt land. Nýju lögin bjóða upp á póstsendingu frá drykkjarvöruframleiðenda.
Sjálfur staðurinn er ein upplifun, með sýndarveruleika eða heilmyndir á veggjum og fyrir utan staðinn stendur t.d. til að vera með nokkra ísjaka úr gleri sem lazer geislar leika um og búa til heilmyndir og sýndarveruleika. Meira að segja matseðilinn er varpaður með leysergeisla á rúðu við innganginn.
Ice + Fries í Reykjavik verður fyrsti ,,Icelandic street food“ staðurinn, en síðan stendur til að opna strax í sumar annan stað í Berlín og fleiri staðir um heiminn eru fyrirætlaðir.
Þannig getur Glaciefire og Ice + Fries veitingarstaðarnir orðið sendiherrar fyrir íslenska matargerðamenningu og drykki um allann heim.
Er ekki kominn tími til að heimurinn fái að kynnast hrútspungum og fleira góðgæti frá Íslandi?
Staðsetningin staðarins er í hjarta borgarinnar eða á horni Pósthússtrætis og Geirsgötu (Geirsgata 2) og er staðurinn á horninu á Hafnartorgi, á móts við 5 stjörnu hóteli sem er þarna að rísa. Með öðrum orðum við hliðina á Kolaportinu og örstutt frá Bæjarins bestu.
Frábær staðsetning til að labba inn úr miðbæjarröltinu og aldrei skortur á bílastæðum. Því beint undir veitingastaðnum Ice+ Fries, er keyrt niður í bílageymslu Hafnartorgs. Hægt er að keyra inn í bílastæðageymsluna frá báðum akreinum Geirsgötu.