Framkvæmdir vegna nýs Kársnesskóla

Í dag hefur verið unnið við að rífa eldra hús sem stóð við Kársnesskóla í Kópavogi.

Samþykkt var í bæjarstjórn Kópavogs nú í nóvember að ráðast í útboð vegna byggingu nýs Kársnesskóla.

Nú er verið að rífa eldra hús sem stóð við skólann og hefur eflaust verið eitt af fyrstu húsum í Kópavogi þó ekki sé það friðað. Í húsinu var starfsemi fyrir ungt fólk með þroskaskerðinu á seinni árum en nú hefur sú starfsemi verið flutt annað.

Í nýjum skóla er áætlað að verði líka leiksskóli ásamt að þjóna sem grunnskóli fyrir börn til níu ára aldurs.

Reiknað er með að kennsla hefjist haustið 2023. Skólann á að byggja úr timbureiningum og eins og sjá má á myndinni, sem er tölvuteikning, er mannvirkið stórt enda áætlað að börnum muni fjölga í skólanum næstu ár.

Mikið hefur verið byggt á Kársnesinu síðustu ár og má áætla að nú hafi sprottið þar upp byggð á við heilt Seltjarnarnes.

Kársnesskóli hinn nýji. Tölvuteikning/Batteríið.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR