Forseti Íslands sýnilegur aftur

Það fer ekki milli mála að forsetakosningar eru framundan. Guðni Th. Jóhannesson, sem hvarf af sjónarsviðinu í COVID-19 faraldrinum en birtist aftur með sjónvarpsávarp þegar faraldurinn hafði toppað, er mjög sýnilegur þessa daganna.

Nú síðast mætti Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á leik KR og Vals í gær í Pepsi Max-deild kvenna. Hann hefur boðað för norður á land í kosningaferð. Aðspurður sagðist hann vera með hófstillta kosningabaráttu og hún myndi kosta lítið. Hann gat ekki gefið upp kostnað en áætlar að hann sé um 1-2 milljónir.

Hann hefur þó fengið óbeinan stuðning sem ígildir auglýsingar. Hann var spyrill í viðtalsþætti og hann hefur tekið þátt í auglýsingum á vegum Ferðamálastofu sem konan hann starfar hjá. Segir svo að forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fengu ekki greitt fyrir að koma fram í auglýsingum á vegum Ferðamálastofu. En það er málið, heldur að Guðni Th Jóhannesson fékk ókeypis kynningar á sig í formi auglýsinga.

Í myndbandi sem Guðmundur Franklín Jónsson, forsetaframbjóðandi deildi á Facebook síðu sinni fyrr í mánuðinum gagnrýndi hann að mótframbjóðandi sinn, Guðni Th. Jóhannesson ásamt Elizu Reid, séu að leika í auglýsingum á vegum Ferðamálastofu og að Eliza Reid þiggi laun fyrir störf sín hjá Íslandsstofu. Þetta hlýtur að teljast réttmæt gagnrýni.

Það má ekki gleyma að Guðni Th. er í forsetaframboði sem einstaklingur, ekki sem forseti Íslands. Hann má ekki misnota aðstöðu sína sem forseti, til dæmis að nota vefsetur embættisins eða forsetabíl í kosningaferð sinni en eflaust er hann sér meðvitaður um það og vandar sig.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR