Forsætisráðherrann „slökkti“ á Danmörku og allir flykktust í Nettó – Trump bannar ferðir frá Evrópu

Danskir fjölmiðlar greina frá því að stuttu eftir að Mette Frederiksen forsætisráðherra „slökkti“ á Danmörku, eins og fjölmiðlar orða það, þá hafi almenningur drifið sig í verslanir og hamstrað.

Verslanir hafa sent út sameiginlega fréttatilkynningar þar sem reynt er að róa fólk og það sérstaklega beðið um að hamstra ekki mat. Nægar birgðir séu til en það geti breyst hagi neytendur sér óskynsamlega og hamstri. Svo virðist sem danskur almenningur virði þær óskir að vettugi. Verslanir eru mjög víða að verða tómar. 

Trump setur á ferðabann frá Evrópu

Donald Trump setti ferðabann á Evrópu, frá og með föstudegi, en Bretar virðast undanþegnir banninu því þeir eru ekki Schengen. Bannið nær líka til Íslands eins og annarra Schengríkja. Trump sagði að Evrópuríki hefðu brugðist seint við veirufaraldrinum og að þeir hefðu komið með veiruna til Bandaríkjanna. Ferðabannið er til 30 daga og verður endurmetið eftir það.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR