Formleg forsetakosningabarátta hafin

Á hvítasunnudag lýsti Guðmundur Franklín því yfir í beinu streymi á Facebook, að hann hefði náð tilsettum fjölda undirskrifta meðmælenda og hann hefði um morguninn skilað inn til yfirvalda síðustu undirskriftalistunum.

Framboð hans hefur opnað kosningaskrifstofu í gömlu heilsuverndarstöðinni við Barónstíg á Hostel B47. Á morgun laugardag, mun hann bjóða til teitis frá kl. 15:00 til 17:00 í tilefni þess að á morgun hefst kosningarbaráttan um Bessastaði 2020.

Hringferð hans hefst síðan daginn eftir, á sunnudegi, á forlátum Land Cruiser jeppa, merktum framboðinu í bak og fyrir.

Hér má sjá nokkrar myndir af ,,kosningabíllnum”, vel merktum kosningaslagorðum.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR