Fljúgandi lestir í stað flugvéla?

Fyrir nokkru síðan setti Elon Musk fram hugmynd um ferðamáta sem gæti komið í stað flugvélar. Hún er eins og margt sem kemur úr hans smiðju, mjög framúrstefnuleg. Hún gengur út á það að koma lestum fyrir í loftæmdum rörum þar sem hún myndi svífa á seglum (þ.e. segulmagnaður) á miklum hraða. Japanir hafa gert árangursríkar tilraunir með slíkar lestir í áratugi.

Nú hefur dönsk hönnunarstofa útfært þessa hugmynd en á annan hátt. Verkefnið hefur fengið nafnið „Aeroslider“ en hugmyndin er að reist verði möstur með ristastórum lykkjum uppí 20 metra hæð og ferðast lestin, sem gæti verið allt að 250 metralöng, með allt að 800 kílómetra hraða í gegnum lykkjurnar sem eru segulmagnaðar. En það er ekki allt því lestinni má frekar líkja við loftskip enda hluti af yrta laginu fyllt helíum.

Með því móti verður lestin léttari og næði meiri hraða.

Hugmyndin hefur fengið misjafnar undirtektir og minnast margir Hindenburg slyssins 1937 sem gerði það að verkum að menn misstu trúna á loftskip.

Ekki þarf að taka fram að „fluglestin“ gæti einungis athafnað sig á landi þar sem ógjörningur er að reisa möstrin sem um ræðir yfir höf…enn sem komið er að minnsta kosti.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR