Fámennt er góðmennt

Jens G. Jensson skrifar: Eftir tæpan áratug með aukningu landsmanna og tilstraumi erlendra farandverkamanna, er ástandi samfélags Fyrirheitna landsins farið að hraka. Ástand samfélagsins er mælt með öðrum kvarða en hagvöxtur. Fyrir utan vinnufært láglaunafólk, er sívaxandi hópur fólks, sem fellur utan við viðmið vinnumarkaðarins um eftirspurða starfsgetu. Hið frjálsa framboð af fersku vinnuafli frá láglaunasvæðum innan Efnahagsbandalagsins, hefur hægt og bítandi ýtt fjölda atorkuskertra út af vinnumarkaði. Þetta á líka við um atorkuskerðingu vegna aldurs, en þar hefur hugtakið starfs og lífsreynsla verið gjaldfellt. Það er eftirsóknarverðara að vera framandi og hafa minni þekkingu á innviðum samfélagsins og þar með þeirri allsherjarreglu sem aðilar vinnumarkaðs samfélagsins hafa komið sér upp síðustu kynslóðirnar. En samfélag Fyrirheitna Landsins býður upp á allt að fjórföld laun miðað við lægst launuðu löndin í Evrópusambandinu. Þá tekur við, tölfræðin og hagvöxturinn, það er býsnast yfir og dáðst að hversu eftirsótt samfélagið er, sem laðar að sér fólk frá öðrum samfélögum. Fólk sem er tilbúið að gangast undir harðræði og þröng kjör til að afla sér tekna og landinu þjóðartekna og hagvaxtar. Og talað um “okkar nýju landsmenn” sem draga samfélagið upp úr kröftugri lægð. Það er ekkert minnst á það að allflestir (sem draga vagninn) eru verkmenntað fólk úr bygginga og þjónustugeira, eldgamalla menningarþjóða, sem byggðu undurfagrar borgir, meðan íbúar Fyrirheitna landsins bjuggu í torfbæjum. Verkmenntað fólk, sem lætur sig hafa að vinna sitt fag á lægstu byrjunarlaunum Fyrirheitna landsins. Við Eystrasalt eru 4 slík menningarlönd, sem hafa nýtt sér möguleika í eigin uppbyggingu, eftir niðurlægingatímabil kommúnismans, að auka þjóðartekjur með útflutningi á vinnuafli. Launamunurinn er slíkur, að þrátt fyrir ofurháan lifi kostnað í Fyrirheitna landinu eru eftirstöðvar af launum jafnvirði heildarlauna í heimalandinu. Það skyldi enginn trúa að fjárfestingar og efnahagslegur uppgangur þessara menningarlanda hafi stoppað upp við útflutning á sínu fullfrískasta fólki. Nei það er þvert á móti. fasteignaverð í þessum löndum hefur tvöfaldast á eftirspurðum svæðum og laun eru í örasta vexti á Efnahagssvæði Evrópusambandsins. Yfirgnæfandi meirihluti farandverkamannanna lifir í vinnulandinu við fátæktarmörk og standard eins og í vinnu eða verbúðum. En sendir heim öll laun sem eru umfram lífsnauðsynjar.

Fámenni er Góðmenni og Þensla er ekki Vöxtur.

Það sem aldrei kemur fram í umræðunni er sannleikurinn. Þegar Pólska “Anna” kemur til Fyrirheitna landsins til að búa um rúm í akkorði á hóteli, sem hún var svæðismeistari í heima hjá sér. Er hún leyst af, af Úkraínskri “Önnu” sem einnig var ómissandi snillingur í sömu grein í sínu heimalandi. Þannig að í Póllandi einu, eru fleiri en 2 milljónir af Úkraínskum Önnum og Júrisum, sem fylla störf Pólverjanna sem fylla sömu en betur launuðu störfin í hálaunalöndunum. Úkraínsku Önnurnar og Júrisarnir, eru líka hálaunafólk á sínum mælikvarða, þó þau þéni mun minna en Pólsku starfskraftarnir sem þau leysa af. Samhliða er Litháen, með sín landamæri og tengsl við Hvíta Rússland, Lettland og Eistland með sín landamæri við Rússland. Öll þessi lönd hafa ævagamalt samband og viðskipti við sín nágrannalönd, þrátt fyrir og ekki síður eftir að gerast aðilar að Evrópusambandinu. Það er af nógu að taka af ódýru vinnuafli og kerfið hefur byggt upp milljónahóp farandverkamanna um allt Evrópusambandið. Lítil þúfa veltir þungu hlassi, það þarf lítið til svo svona kerfi hrynji, t.d. einn kórónavírus, eða ekki svo alvarlegt, bara breytta tískustrauma í ferðaþjónustu. Það er enginn vafi að samfélögin sem standa efst, fara verst út úr því, þegar það gerist, samfélögin sem hafa flutt út vinnuafl hafa þrátt fyrir allt dregið til sín tekjur yfir langan tíma sem hafa farið til uppbyggingar samfélaganna. 

Þetta kerfi er gígantískt Dómínóspil, sem mun falla. Fallið mun valda miklum kostnaði fyrir almannatryggingakerfi efstu landanna, sérstaklega því efsta. Áunninn réttur til atvinnuleysisbóta og annarra almannatrygginga, að ekki sé talað um rétt til örorku og eftirlauna. Á sama tíma hefur samfélag Fyrirheitna Landsins, með lögum, skerðingum og öðrum hindrunum, fælt vinnufært fólk af vinnumarkaði. Vinnumarkaðurinn sjálfur hefur gert hið sama, aldur og reynsla er ekki lengur eftirspurn eftir, ótímabær örorka er orðin landlæg, ekki vegna viljaleysis þeirra sem verða fyrir henni, heldur vegna kerfisins sem stjórnvöld eru arkitektar að. Þetta fólk, úr samfélagi Fyrirheitna Landsins sem fellur frá þátttöku er jafnframt í flestum tilfellum hrundið í fátæktargildru og flestar bjargir byrgðar með skerðingum sem verðlaun fyrir sjálfsbjargarviðleitni. Okkar kjörnu fulltrúar tala í stórum tölum um kostnað við að halda þessu fólki ofan fátræktarmarka en það sem þeir kalla kostnað er í raun útgjöld og það er stór munur á kostnaði og útgjöldum.

Það þarf engan sérstakan samfélagsrýni til að sjá að fámenni er betra. Ef þrjú þúsund eftirlaunaþegar/öryrkjar geta fyllt stöður eitt þúsund innflytjenda, sparast mikið. Í fyrsta lagi sparast þúsund persónufrádrættir til skatts. Það minnkar eftirspurn eftir húsnæði um þúsund persónur. Það minnkar álag á heilbrigðiskerfi. Það minnkar framtíðar eftirlaunagreiðslur og framtíðaráhættu á félagslega kerfið. En verðmætasköpunin yrði áfram sú sama. Það er ótrúleg siðblinda að einstrengja við að öryrkjar og eldri, megi ekki bera meira úr bítum en algert lágmarksviðmið, sem einnig er vitað að dugar ekki til framfærslu. Ef að þessi eyðilegging á samfélagssáttmálum Fyrirheitna Landsins er nauðsynlegur fórnarkostnaður til að vera í Samfélagi Evrópuþjóða, á Samfélag Fyrirheitna Landsins að segja sig úr því. 

Fámenni er Góðmenni og Þensla er ekki Vöxtur.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR