Fá 12 til 18 þúsund í launatap frá Eflingu

Þeir félagsmenn Eflingar sem leggja niður vinnu í yfirstandandi verkfallsaðgerðum fá greitt annars vegar 12 þúsund krónur fyrir verkföll sem voru daganna 4. febrúar og 11. febrúar en hins vegar eru greiddar 18 þúsund krónur vegna verkfalls sem stóð 6. febrúar og fyrir verkfall í dag, 12. febrúar og fyrirhugað verkfall 13. febrúar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Eflingar.

Formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að Efling sé tilbúin í hörð átök enda séu verkfallssjóðir félagsins digrir. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR