Engin svör frá Útlendingastofnun enn

Skinna.is sendi Útlendingastofnun ósk um svör eða viðbrögð við þremur spurningum fyrir nokkru síðan, eða þann 17. febrúar, og varða þær mál fjölskyldu sem sögð er frá Íran og hefur fengið hæli í Grikklandi en óskar nú hælis hér á landi og hefur verið synjað. Um er að ræða konu og mann með dreng sem þau fullyrða að sé trans drengur.

Spurningar skinna.is til Útlendingastofnunar, og stofnunin hefur ekki enn svarað, eru þessar ásamt formála:

Góðan dag. Við á skinna.is fengum ábendingu um að yfirvöld teldu ástæðu til að efast um sannleiksgildi þess að Maní Shahidi, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum vegna brottvísunar, sé transdrengur eins og haldið hefur verið fram?
1. Því langar okkur til spyrja hvort það eigi við rök að styðjast að efast sé um þá fullyrðingu af ykkar hálfu?
2. Einnig langar okkur að spyrja almennt hvernig yfirvöld fara að því að sannreyna fullyrðingar um að fólk sem sækir hér um hæli sé trans eða samkynhneigt í ljósi þess að slík fullyrðing auki vægi hælisumsóknar.
3. Að lokum langar okkur til að spyrja hvort stofnunin/yfirvöld gruni,viti eða telji sig vita, dæmi þess að hælisleitendur hafi sagt ósatt til um kynhneigð sína til að auka líkur á að hæli sé veitt?

Eins og áður segir hefur Útlendingastofnun ekki svarað skinna.is og hefur fyrirspurnin því verið ítrekuð í annað skipti. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR