Ekki sáttur við forgang transdrengs á BUGL

Jón Magnússon furðar sig, í stöðufærslu á fésbókinni, á að ólöglegir innflytjendur skuli hafa forgang fram yfir Íslendinga á Barna- og unglingageðdeildina. Þar vísar Jón í mál íranska transdrengsins. Í færslunni segir Jón:

„Ég velti því fyrir mér af hverju Júlla Jóns þarf að bíða í 6 mánuði eftir að koma syni sínum í meðferð á BUGL og Gvendur á Eyrinni þarf að bíða álíka lengi eftir að koma dóttur sinni að, á meðan ólöglegur sagður “trans” innflytjandi kemst strax á Bugl. Getur verið að ólöglegir innflytjendur hafi forgang þegar kemur að þjónustu velferðarkerfisins?“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR