Umsóknir Innflytjenda og hælisleitenda í Noregi hafa ekki verið færri síðan 2005.
Samdrátturinn stafar aðallega af kórónafaraldrinum, segir Hagstofa Noregs.
Alls fluttu 24.400 ríkisborgarar utan Norðurlanda til Noregs árið 2020, 14.000 færri en árið áður. Einnig var minni vöxtur hjá fólki með flóttamannabakgrunn.
Ásókn hælisleitenda til Íslands vex og vex
Þessi þróun er þveröfug við Ísland þar sem fjöldi hælisleitenda vex hratt. Reikna má með að fjöldinn vaxi ennþá hraðar á næstu árum þar sem ríkisstjórnin hefur í hyggju að setja lög sem skyldar ríkið til að veita hælisleitendum sömu réttindi og kvótaflóttamönnum. Það myndi til dæmis þýða að útvega þyrfti þeim íbúð og þá væntanlega á kostnað Íslendinga sem þurfa á sömu þjónustu að halda. Þessi áform hafa verið gagnrýnd og bent á að útlit er fyrir að hér sé verið að taka skattpeninga Íslendinga sem þeir hafa greitt í opinberasjóði, og ætlast til að fá notið lendi þeir sjálfir í vandræðum, og færa öðrum. Útgjöld íslenska ríkisins vegna þjónustu við hælisleitendur eru farin að slaga á ári hverju upp í rekstur sjúkrastofnana og heilsugæslu hér á landi og gott betur.